Innsláttarvilla kostar Goldman Sachs 5 milljarða 31. maí 2011 11:06 Neyðarleg innsláttarvilla á fjármálagerningum sem Goldman Sachs setti til sölu í kauphöllinni í Hong Kong mun að öllum líkindum kosta bankann 45 milljónir dollara eða ríflega 5 milljarða kr. Fjallað er um málið í dálknum Alphaville í Financial Times. Þar segir að fjármálagerningar þessir hafi verið settir á markað í febrúar en kauphöllin í Hong Kong hefur lokað fyrir viðskipti með þá meðan reynt er að greiða úr flækjunni. Samkvæmt Alphaville ætti formúlan til að loka þessum gerningum að vera: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount / Exchange Rate. Í rauninni lítur formúlan svona út: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount x Exchange Rate Það sem hefur gerst hér er að í staðinn fyrir að deila í með gjaldeyrisskráningunni er skráningin notuð til margföldunar. Þetta þýðir að Goldman Sachs hangir nú til þerris með 350 milljónir Hong Kong dollara í skuld í stað þeirra 10 milljóna HK dollara sem hann ætti að skulda fjárfestunum ef formúlan hefði verið rétt sleginn inn. Það eru alls 124 fjárfestar sem halda á fyrrgreindum fjármálagerningum og hefur Goldman Sachs boðið þeim að kaupa þá alla til baka með 10% bónusgreiðslu ofan á nafnverð og greiðslu á viðskiptakostnaðinum. Það tilboð hefur fallið í grýttan jarðveg meðal fjárfestanna. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Neyðarleg innsláttarvilla á fjármálagerningum sem Goldman Sachs setti til sölu í kauphöllinni í Hong Kong mun að öllum líkindum kosta bankann 45 milljónir dollara eða ríflega 5 milljarða kr. Fjallað er um málið í dálknum Alphaville í Financial Times. Þar segir að fjármálagerningar þessir hafi verið settir á markað í febrúar en kauphöllin í Hong Kong hefur lokað fyrir viðskipti með þá meðan reynt er að greiða úr flækjunni. Samkvæmt Alphaville ætti formúlan til að loka þessum gerningum að vera: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount / Exchange Rate. Í rauninni lítur formúlan svona út: (Closing Level – Strike Level) x Index Currency Amount x Exchange Rate Það sem hefur gerst hér er að í staðinn fyrir að deila í með gjaldeyrisskráningunni er skráningin notuð til margföldunar. Þetta þýðir að Goldman Sachs hangir nú til þerris með 350 milljónir Hong Kong dollara í skuld í stað þeirra 10 milljóna HK dollara sem hann ætti að skulda fjárfestunum ef formúlan hefði verið rétt sleginn inn. Það eru alls 124 fjárfestar sem halda á fyrrgreindum fjármálagerningum og hefur Goldman Sachs boðið þeim að kaupa þá alla til baka með 10% bónusgreiðslu ofan á nafnverð og greiðslu á viðskiptakostnaðinum. Það tilboð hefur fallið í grýttan jarðveg meðal fjárfestanna.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira