Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var húsfyllir á veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi þegar Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, var valin Ungfrú Ísland. Sigrún Eva, sem er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, felldi tár þegar titillinn var í höfn eins og greinilega má sjá hér.
Guðlaug Dagmar Jónasdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu.
Hér má sjá myndir af fegurðardrottningunum.
Fjölmenni á Ungfrú Ísland
