Vettel vann spennandi mót á Spáni 22. maí 2011 15:30 Sebastian Vettel fagnar sigri á Katalóníu brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji. Mark Webber var fremstur á ráslínu í dag á Red Bull, en heimaðurinn Fernando Alonso sá við öllum fremstu mönnum og komst í fyrsta sætið eftir frábæra byrjun í rásmarkinu. En hann náði ekki að halda góða byrjun út kepppnina, en leiddi hana þó fram að tuttugasta hring. Þá náði Hamilton forystunni þegar Alonso tók þjónustuhlé. Hamilton var í forystu í mótinu á undan Vettel, en þegar Hamilton fór í sitt annað þjónustuhlé í 24 hring náði Vettel forystunni. Báðir höfðu þá lokið við að taka tvö þjónustuhlé. Þeir tóku síðan tvö þjónustuhlé til viðbótar en staðan á milli þeirra breyttist ekki hvað sæti varðar. Undir lokin sótti Hamilton oft stíft að Vettel, sem náði þó að halda fengnum hlut til loka mótsins. Þeir Vettel og Hamilton voru í sérflokki í mótinu þegar uppi var staðið og Vettel er nú kominn með 118 stig í keppni ökumanna, en Hamilton er með 77. Tímarir og staðan frá autosport.com Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:39:03.301 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 0.630 3. Button McLaren-Mercedes + 35.697 4. Webber Red Bull-Renault + 47.966 5. Alonso Ferrari + 1 hringur 6. Schumacher Mercedes + 1 hringur 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Heidfeld Renault + 1 hringur 9. Perez Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur Staðan í stigamótinu 1. Vettel 118 1. Red Bull-Renault 185 2. Hamilton 77 2. McLaren-Mercedes 138 3. Webber 67 3. Ferrari 75 4. Button 61 4. Renault 46 5. Alonso 51 5. Mercedes 40 6. Rosberg 26 6. Sauber-Ferrari 11 7. Heidfeld 25 7. Toro Rosso-Ferrari 6 8. Massa 24 8. Force India-Mercedes 4 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fjórða mót sitt á árinu, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu á Spáni í dag. Hann varð aðeins 0.630 sekúndum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Jenson Button á McLaren varð þriðji. Mark Webber var fremstur á ráslínu í dag á Red Bull, en heimaðurinn Fernando Alonso sá við öllum fremstu mönnum og komst í fyrsta sætið eftir frábæra byrjun í rásmarkinu. En hann náði ekki að halda góða byrjun út kepppnina, en leiddi hana þó fram að tuttugasta hring. Þá náði Hamilton forystunni þegar Alonso tók þjónustuhlé. Hamilton var í forystu í mótinu á undan Vettel, en þegar Hamilton fór í sitt annað þjónustuhlé í 24 hring náði Vettel forystunni. Báðir höfðu þá lokið við að taka tvö þjónustuhlé. Þeir tóku síðan tvö þjónustuhlé til viðbótar en staðan á milli þeirra breyttist ekki hvað sæti varðar. Undir lokin sótti Hamilton oft stíft að Vettel, sem náði þó að halda fengnum hlut til loka mótsins. Þeir Vettel og Hamilton voru í sérflokki í mótinu þegar uppi var staðið og Vettel er nú kominn með 118 stig í keppni ökumanna, en Hamilton er með 77. Tímarir og staðan frá autosport.com Lokastaðan 1. Vettel Red Bull-Renault 1:39:03.301 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 0.630 3. Button McLaren-Mercedes + 35.697 4. Webber Red Bull-Renault + 47.966 5. Alonso Ferrari + 1 hringur 6. Schumacher Mercedes + 1 hringur 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Heidfeld Renault + 1 hringur 9. Perez Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur Staðan í stigamótinu 1. Vettel 118 1. Red Bull-Renault 185 2. Hamilton 77 2. McLaren-Mercedes 138 3. Webber 67 3. Ferrari 75 4. Button 61 4. Renault 46 5. Alonso 51 5. Mercedes 40 6. Rosberg 26 6. Sauber-Ferrari 11 7. Heidfeld 25 7. Toro Rosso-Ferrari 6 8. Massa 24 8. Force India-Mercedes 4
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira