Meðfylgjandi myndir voru teknar í versluninni Tvö Líf þegar úrslitin í samvinnuverkefni milli fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands og verslunarinnar Tvö líf, sem selur fatnað fyrir konur á meðgöngu, voru kynnt.
Hera Guðmundsdóttir nemandi á öðru ári í fatahönnun í LHÍ, sigraði en hún ásamt fleiri nemendum tóku þátt í námskeiði undir leiðsögn Lindu Bjargar, fagstjóra fatahönnunarbrautar, þar sem markmiðið var að hanna fatalínu fyrir Tvö líf.
Hver nemandi hannaði tíu alklæðnaði fyrir barnshafandi konur.
Tvö Líf á Facebook.
Sigraði fatahönnunarkeppni fyrir barnshafandi konur
