Lífið

Takið eftir því hvað allir eru glaðir

Það voru allir áberandi brosmildir í gær eins og myndirnar sýna greinilega þegar Aurora velgerðasjóður úthlutaði 10 milljónum til sviðslista en styrkurinn var tilkynntur í árlegri úthlutun sjóðsins 15. febrúar síðastliðinn þegar úthlutað var rúmlega 100 milljónum til ýmissa verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkinu Síerra Leóne.

Með þessum styrk vill Aurora efla enn frekar sviðslistir með því að styrkja framúrskarandi verkefni sem væntanlega munu hafa varanleg áhrif og nýtast til framtíðar.

Sjóðnum bárust alls 67 umsóknir sem var langt umfram það sem búist var við og er því ljóst að um mikla grósku er að ræða á vettvangi sviðslista á Íslandi. Stjórn Auroru fékk með sér í lið þau Viðar Eggertsson leikstjóra og Ingibjörgu Þórisdóttur dramatúrg og leiklistagagrýnanda, til að veita faglega ráðgjöf við val á verkefnum en lögð var mikil áhersla á að verkefnin væru listræn, metnaðarfull og unnin af fagfólki.

Styrktarverkefnin:


Vesturport - Nýtt leikrit byggt á þjóðsögunni um Axlar-Björn (4 milljónir)

Íslenski dansflokkurinn - Uppfærsla á verki Ohad Naharin, Minus 16 (3 milljónir)

16 elskendur - Sýning ársins (2 milljónir)

Brúðuleikhúsið 10 fingur - Litla skrímslið (1 milljón)

Aurora velgerðasjóður








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.