Vettel fljótastur í tímatökum sem töfðust vegna óhapps 28. maí 2011 14:49 Bíll Sergio Perez fjarlægður af þeim stað sem hann skall á varnarvegg í Mónakó í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Mónakó kappakstursbrautinni í dag. Tímatakan tafðist mikið vegna óhapps sem henti Sergio Perez hjá Sauber í lok tímatökunnar. Perez skall harkalega á varnarvegg og stöðvaðist tímatakan í langan tíma af þeim sökum á meðan hugað var að Perez. Perez var fluttur í læknamiðstöðina á staðnum. Hann var með meðvitund og ræddi málin eftir atvikið samkvæmt ummælum frá talsmanni Sauber i frétt á autosport.com. Ef Perez fær leyfi til að keppa á morgun eftir óhappið í dag, þá verður hann tíundi á ráslínu. "Maður situr í bílnum og biður um upplýsingar og það er erfitt að halda einbeitingu við svona aðstæður og líðanin er ekki 100% þegar maður veit ekki stöðuna. En skilaboðin eru þau að hann (Perez) sé í lagi, með meðvitund og að ræða málin og það er mikill léttir", sagði Vettel m.a. um gang mála í tímatökunni í dag og óhappið hjá Perez. Áður en að óhappi Perez kom hafði Sebastian Vettel náð besta tíma í brautinni, en þegar tímatakan var ræst á ný eftir atvikið, þá náði enginn að slá út besta tíma Vettel. Vettel hefur náð besta tíma í tímatökum í tuttugu mótum á ferlinum, en hann varð í öðru sæti í keppninni í Mónakó í fyrra á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Tímarnir í dag 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m13.556s 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m13.997s + 0.441 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m14.019s + 0.463 4. Fernando Alonso Ferrari 1m14.483s + 0.927 5. Michael Schumacher Mercedes 1m14.682s + 1.126 6. Felipe Massa Ferrari 1m14.877s + 1.321 7. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m15.280s + 1.724 8. Nico Rosberg Mercedes 1m15.766s + 2.210 9. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m16.528s + 2.972 10. Sergio Perez Sauber-Ferrari engin tími 11. Vitaly Petrov Renault 1m15.815s + 1.540 12. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m15.826s + 1.551 13. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m15.973s + 1.698 14. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m16.118s + 1.843 15. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m16.121s + 1.846 16. Nick Heidfeld Renault 1m16.214s + 1.939 17. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m16.300s + 2.025 18. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m17.343s + 2.136 19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m17.381s + 2.174 20. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m17.820s + 2.613 21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m17.914s + 2.707 22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m18.736s + 3.529 23. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth engin tími 24. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth engin tími Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Mónakó kappakstursbrautinni í dag. Tímatakan tafðist mikið vegna óhapps sem henti Sergio Perez hjá Sauber í lok tímatökunnar. Perez skall harkalega á varnarvegg og stöðvaðist tímatakan í langan tíma af þeim sökum á meðan hugað var að Perez. Perez var fluttur í læknamiðstöðina á staðnum. Hann var með meðvitund og ræddi málin eftir atvikið samkvæmt ummælum frá talsmanni Sauber i frétt á autosport.com. Ef Perez fær leyfi til að keppa á morgun eftir óhappið í dag, þá verður hann tíundi á ráslínu. "Maður situr í bílnum og biður um upplýsingar og það er erfitt að halda einbeitingu við svona aðstæður og líðanin er ekki 100% þegar maður veit ekki stöðuna. En skilaboðin eru þau að hann (Perez) sé í lagi, með meðvitund og að ræða málin og það er mikill léttir", sagði Vettel m.a. um gang mála í tímatökunni í dag og óhappið hjá Perez. Áður en að óhappi Perez kom hafði Sebastian Vettel náð besta tíma í brautinni, en þegar tímatakan var ræst á ný eftir atvikið, þá náði enginn að slá út besta tíma Vettel. Vettel hefur náð besta tíma í tímatökum í tuttugu mótum á ferlinum, en hann varð í öðru sæti í keppninni í Mónakó í fyrra á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Tímarnir í dag 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m13.556s 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m13.997s + 0.441 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m14.019s + 0.463 4. Fernando Alonso Ferrari 1m14.483s + 0.927 5. Michael Schumacher Mercedes 1m14.682s + 1.126 6. Felipe Massa Ferrari 1m14.877s + 1.321 7. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m15.280s + 1.724 8. Nico Rosberg Mercedes 1m15.766s + 2.210 9. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m16.528s + 2.972 10. Sergio Perez Sauber-Ferrari engin tími 11. Vitaly Petrov Renault 1m15.815s + 1.540 12. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m15.826s + 1.551 13. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m15.973s + 1.698 14. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m16.118s + 1.843 15. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m16.121s + 1.846 16. Nick Heidfeld Renault 1m16.214s + 1.939 17. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m16.300s + 2.025 18. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m17.343s + 2.136 19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m17.381s + 2.174 20. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m17.820s + 2.613 21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m17.914s + 2.707 22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m18.736s + 3.529 23. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth engin tími 24. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth engin tími
Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira