Sutil á yfir höfði sér ákæru vegna líkamsárásar 16. maí 2011 21:13 Formúlu 1 ökumaðurinn Adrian Sutil. mynd: Getty Images/Phil Gilham Formúlu 1 ökumaðurinn, Adrian Sutil á yfir höfði sér ákæru fyrir líkamsáras, sem er sögð hafa verið eftir kappaksturinn í Kína á dögunum. Atvikið varð á næturklúbbi í Sjanghæ, en engar opinberar skýringar hafa verið gefnar á atvikinu samkvæmt fréttum á autosport.com í dag. Sutil er meðal keppenda í Formúlu 1 mótinu á Spáni um næstu helgi. Lalive lögfræðifyrirtækið birti yfirlýsingu dag fyrir hönd Eric Lux, sem er eigandi Genii Capital fyrirtækisins sem á Renault Formúlu 1 liðið. Í henni segir að Lux hafi ákveðið að kæra Adrian Sutil fyrir líkamsárás og skaða sem af henni hlaust. Um leið og ákæran verður birt eins og segir í frétt autosport, þá verður FIA, alþjóða bílasambandið látið vita og Force India lið Sutils í Formúlu 1. Í tilkynningunni segir einnig að ekki sé lokið fyrir það skotið að fleiri aðilra verði ákærðir í þessu máli. Sutil staðfesti við þýska fjölmiðla í síðustu viku að hann hefði lent í uppákomu í Kína, en hann hafi ekki skaðað viðkomandi vísvitandi, heldur hafi um óviljaverk verið að ræða og hann hafi beðist velvirðingar á atvikinu, sem hann sjái eftir. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið, þar sem það tengist ekki starfi hans sem ökumanns í Formúlu 1 og það væri einkamál. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn, Adrian Sutil á yfir höfði sér ákæru fyrir líkamsáras, sem er sögð hafa verið eftir kappaksturinn í Kína á dögunum. Atvikið varð á næturklúbbi í Sjanghæ, en engar opinberar skýringar hafa verið gefnar á atvikinu samkvæmt fréttum á autosport.com í dag. Sutil er meðal keppenda í Formúlu 1 mótinu á Spáni um næstu helgi. Lalive lögfræðifyrirtækið birti yfirlýsingu dag fyrir hönd Eric Lux, sem er eigandi Genii Capital fyrirtækisins sem á Renault Formúlu 1 liðið. Í henni segir að Lux hafi ákveðið að kæra Adrian Sutil fyrir líkamsárás og skaða sem af henni hlaust. Um leið og ákæran verður birt eins og segir í frétt autosport, þá verður FIA, alþjóða bílasambandið látið vita og Force India lið Sutils í Formúlu 1. Í tilkynningunni segir einnig að ekki sé lokið fyrir það skotið að fleiri aðilra verði ákærðir í þessu máli. Sutil staðfesti við þýska fjölmiðla í síðustu viku að hann hefði lent í uppákomu í Kína, en hann hafi ekki skaðað viðkomandi vísvitandi, heldur hafi um óviljaverk verið að ræða og hann hafi beðist velvirðingar á atvikinu, sem hann sjái eftir. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið, þar sem það tengist ekki starfi hans sem ökumanns í Formúlu 1 og það væri einkamál.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira