Franski varnarmaðurin Philippe Mexes hefur skrifað undir fjögurra ára samning við AC Milan en hann kemur til félagsins frá Roma. Mexes segist einnig hafa fengið tilboð frá Real Madrid sem hann hafnaði.
"Aðeins Roma og Milan gátu fengið mig til að vera áfram á Ítalíu. Real Madrid hafði líka samband en ég ákvað frekar að velja Milan," sagði Mexes.
Þessi 29 ára varnarmaður er spenntur fyrir komandi árum hjá Milan.
"Ég er mjög ánægður með þessa lendingu. Þetta er eitt besta félag heims. Ég mun klæðast treyju félagsins stoltur."
Mexes valdi Milan fram yfir Real Madrid
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti





David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn


