Viðskipti erlent

Geithner vill Strauss-Kahn strax úr embætti

Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að Dominique Strauss-Kahn sé í engri stöðu til þess að gegna forstjóraembættinu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og að stjórn sjóðins eigi strax að ráða annan forstjóra tímabundið.

Geithner er ekki eini ráðamaðurinn sem hefur áhyggjur af stjórnun sjóðsins nú þegar Strauss-Kahn situr í litlum klefa í fangelsinu á Ryker Island að minnsta kosti fram á föstudag.

Áður hefur fjármálaráðherra Austurríkis sagt að mál Strauss-Kahn sé að skaða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×