Annasamur tími framundan hjá nýliðanum 18. maí 2011 15:10 Belginn Jerome d´Ambrosio ekur með Virgin liðinu. Mynd: Getty Images Belginn Jerome d'Ambrosio hjá Virgin Formúlu 1 liðinu telur að næstu næstu tvær vikur verði spennandi í augum áhorfenda, en keppt verður á Spáni um næstu helgi og í Mónakó helgina eftir. Hann hóf að keppa í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og ekur með Timo Glock í liði Virgin sem er að hluta til í eigu Marussia bílaframleiðandans í Rússlandi. „Katalóníu brautin er ein af uppáhaldsbrautum mínum, þar sem ég hef oft keppt þar. Það er gott fyrir ökumenn þegar þeir þekkja brautirnar. Við æfðum þarna í upphafi tímabilsins, en engu að síður þarf að stilla bílunum upp fyrir brautina miðað við aðstæður. Dekk geta virkað vel í eitt skipti, en svo síður í það næsta. Það er annasöm vika framundan, þar sem spænski kappaksturinn er vikuna á undan mótinu í Mónakó. Það eru því tvær frábærar F1 1 vikur framundan fyrir áhorfendur", sagði d'Ambrosio. Timo Glock telur brautina í Katalóníu eina af þeim bestu, ekki síst í ljósi þess að ökumenn hafa keppt og æft á brautinni oft. „Brautin er blanda af mörgum þáttum, mjög hægum svæðum og svo hraðari. Þá eru tveir mjög hraðir beinir kaflar, sérstaklega sá sem er með rásmark og endamarkið. Það er einn hraðasti beini kaflinn á dagatalinu", sagði Glock. „Veðrið getur verið mismunandi á þessum tíma árs, sem gerir mótið áhugaverðara. Markmið okkar er að ná meira út úr búnaði okkar og að fá nýja hluti til að virka betur", sagði Glock, en fékk endurbættan bíl í hendurnar í síðustu keppni, með ýmsum nýjungum. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Belginn Jerome d'Ambrosio hjá Virgin Formúlu 1 liðinu telur að næstu næstu tvær vikur verði spennandi í augum áhorfenda, en keppt verður á Spáni um næstu helgi og í Mónakó helgina eftir. Hann hóf að keppa í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili og ekur með Timo Glock í liði Virgin sem er að hluta til í eigu Marussia bílaframleiðandans í Rússlandi. „Katalóníu brautin er ein af uppáhaldsbrautum mínum, þar sem ég hef oft keppt þar. Það er gott fyrir ökumenn þegar þeir þekkja brautirnar. Við æfðum þarna í upphafi tímabilsins, en engu að síður þarf að stilla bílunum upp fyrir brautina miðað við aðstæður. Dekk geta virkað vel í eitt skipti, en svo síður í það næsta. Það er annasöm vika framundan, þar sem spænski kappaksturinn er vikuna á undan mótinu í Mónakó. Það eru því tvær frábærar F1 1 vikur framundan fyrir áhorfendur", sagði d'Ambrosio. Timo Glock telur brautina í Katalóníu eina af þeim bestu, ekki síst í ljósi þess að ökumenn hafa keppt og æft á brautinni oft. „Brautin er blanda af mörgum þáttum, mjög hægum svæðum og svo hraðari. Þá eru tveir mjög hraðir beinir kaflar, sérstaklega sá sem er með rásmark og endamarkið. Það er einn hraðasti beini kaflinn á dagatalinu", sagði Glock. „Veðrið getur verið mismunandi á þessum tíma árs, sem gerir mótið áhugaverðara. Markmið okkar er að ná meira út úr búnaði okkar og að fá nýja hluti til að virka betur", sagði Glock, en fékk endurbættan bíl í hendurnar í síðustu keppni, með ýmsum nýjungum.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira