Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni 19. maí 2011 12:03 Lars Von Trier ásamt leikkonunum Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr mynd þeirra, Melancholia. Neðar í fréttinni er hlekkur á blaðamannafundinn fræga. Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu. Cannes Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler. Ummælin fóru afar illa í aðstandendur hátíðarinnar sem og leikara nýjustu myndar Lars sem heitir Melancholia. Lars sagði eftir á að ummælin hefðu verið grín en svo virðist sem það hafi ekki nægt aðstandendum hátíðarinnar sem gáfu út yfirlýsingu í morgun um að nærveru Lars væri ekki óskað á hátíðinni og að hann væri vinsamlegast beðinn um að hafa sig á brott fyrir hádegi í dag. Mynd Lars verður þó áfram sýnd á hátíðinni en hún hefur fengið frekar slæma dóma, þá sérstaklega hjá breska stórblaðinu The Guardian sem sagði myndina beinlínis leiðinlega. Þess má geta að Lars hefur verið sigursæll á hátíðinni. Árið 2000 sigraði hann með myndinni Dancer in the dark og að auki fékk Björk Guðmundsdóttir verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki í myndinni.Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn þar sem ummælin féllu. Þau eru sögð á 36 mínútu.
Cannes Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira