Paul di Resta: Verðum að taka framfaraskref 19. maí 2011 14:07 Formúlu 1 nýliðinn Paul di Resta hlakkar til mótsins á Spáni um helgina, sem fer fram á Katalóníu brautinni sem er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, höfuðborg Katalóníu héraðsins. Di Resta og Adrian Sutil aka með Force India á braut sem var notuð til æfinga í vetur og hefur verið notuð frá árinu 1991. „Ég hlakka verulega til þessarar helgar, af því ég þekki Barcelona brautina betur en nokkra aðra braut á dagatalinu. Við æfðum í tvígang á brautinni í vetur og ég ók bílnum í fjóra daga, þannig að ég tel mig nokkuð vel undirbúinn. Í raun þekkja allir ökumenn þessa braut eins og handarbakið á sér og liðin eru með mikið af upplýsingum um hana", sagði di Resta í fréttatilkynningu frá Force India. Sumir kenna Katalóníu brautina við Barcelona, þar sem borgin er nokkuð nærri henni. „Það er hefð fyrir því að lið mæti með uppfærslur á bílum sínum í þetta mót og við verðum því að taka framfaraskref, ef við ætlum að blanda okkur í baráttuna. Við reyndum nýjan framvæng í Istanbúl og við vonumst til að taka fleiri skref í náinni framtíð. Liðið hefur unnið hörðum höndum að því að þróa þessa nýjung og menn eru upprifnir af því að fara nota þetta í keppni og það er tilhlökkunarefni. Markmiðið þessa helgina er að ná í stig. Við höfum verið nokkuð nálægt þeim tíu fremstu til þessa og vonandi getum verið verið í baráttunni", sagði di Resta. Sutil telur að fyrstu þrjá beygjur brautarinnar séu erfiðastar. „Þetta er hraður kafli og það er mikilvægt að ná fyrstu beygjunni rétt til að ná réttri aksturslínu gegnum næstu tvær beygjur. Í tímatökunm er hægt að taka beygju þrjú á fullri gjöf", sagði Sutil. „Fyrsta og annað tímatökusvæðið eru háhraða svæði og það er mikilvægt að yfirbyggingin sé vel upp sett og í jafnvægi. Síðasti hlutinn er frekar hægur og mekkanísk uppsetning er mikilvægari þar. Vandamálið er að finna hinn gullna meðalveg." Aðspurður um hvort hann teldi að meira yrði um framúrakstur í ár á brautinni sagði Sutil: „Við ættum að sjá eitthvað af framúrakstri. Það er langur beinn kafli og það dekkjaslit verður mikið. Ég er viss um að mótið verður öðruvísi en síðustu ár", sagði Sutil. Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 nýliðinn Paul di Resta hlakkar til mótsins á Spáni um helgina, sem fer fram á Katalóníu brautinni sem er í 35 km fjarlægð frá Barcelona, höfuðborg Katalóníu héraðsins. Di Resta og Adrian Sutil aka með Force India á braut sem var notuð til æfinga í vetur og hefur verið notuð frá árinu 1991. „Ég hlakka verulega til þessarar helgar, af því ég þekki Barcelona brautina betur en nokkra aðra braut á dagatalinu. Við æfðum í tvígang á brautinni í vetur og ég ók bílnum í fjóra daga, þannig að ég tel mig nokkuð vel undirbúinn. Í raun þekkja allir ökumenn þessa braut eins og handarbakið á sér og liðin eru með mikið af upplýsingum um hana", sagði di Resta í fréttatilkynningu frá Force India. Sumir kenna Katalóníu brautina við Barcelona, þar sem borgin er nokkuð nærri henni. „Það er hefð fyrir því að lið mæti með uppfærslur á bílum sínum í þetta mót og við verðum því að taka framfaraskref, ef við ætlum að blanda okkur í baráttuna. Við reyndum nýjan framvæng í Istanbúl og við vonumst til að taka fleiri skref í náinni framtíð. Liðið hefur unnið hörðum höndum að því að þróa þessa nýjung og menn eru upprifnir af því að fara nota þetta í keppni og það er tilhlökkunarefni. Markmiðið þessa helgina er að ná í stig. Við höfum verið nokkuð nálægt þeim tíu fremstu til þessa og vonandi getum verið verið í baráttunni", sagði di Resta. Sutil telur að fyrstu þrjá beygjur brautarinnar séu erfiðastar. „Þetta er hraður kafli og það er mikilvægt að ná fyrstu beygjunni rétt til að ná réttri aksturslínu gegnum næstu tvær beygjur. Í tímatökunm er hægt að taka beygju þrjú á fullri gjöf", sagði Sutil. „Fyrsta og annað tímatökusvæðið eru háhraða svæði og það er mikilvægt að yfirbyggingin sé vel upp sett og í jafnvægi. Síðasti hlutinn er frekar hægur og mekkanísk uppsetning er mikilvægari þar. Vandamálið er að finna hinn gullna meðalveg." Aðspurður um hvort hann teldi að meira yrði um framúrakstur í ár á brautinni sagði Sutil: „Við ættum að sjá eitthvað af framúrakstri. Það er langur beinn kafli og það dekkjaslit verður mikið. Ég er viss um að mótið verður öðruvísi en síðustu ár", sagði Sutil.
Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira