Viðskipti erlent

ESB reglur um að kröfuhafar taki á sig bankatap

Nýjar reglur ESB um bankastarfsemi eiga að innihalda ákvæði um að kröfuhafar taki á sig tap af bankahruni. Þetta er skoðun Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu og formanns nefndar ESB um fjármálalegan stöðugleika.

Draghi lét þessi orð falla í morgun í samtali við Reuters. Unnið er að nýju regluverki um bankastarfsemi innan ESB og Draghi segir að mikilvægt sé að búa svo um hnútana að gjaldþrot banka lendi ekki bara á skattgreiðendum og fjármálakerfi viðkomandi lands í heild. „Það er mikilvægt að hrun banka lendi á kröfuhöfum þeirra og eigendum," segir Draghi.

Þessi orð Draghi koma inn á mjög umdeilt svið í hinu nýja regluverki ESB sem nú er unnið að, það er hvernig hægt sé að neyða kröfuhafa til að taka á sig tap ef banki/bankar falla.

Orð Draghi hafa töluverða vigt því talið er líklegt að hann verði arftaki Jean Claude Trichet seðlabankastjóra Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×