Geir: Var ekki lengi að segja já Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 18:40 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sjá meira
Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33