Geir: Var ekki lengi að segja já Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 18:40 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33