Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á uppleið

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur farið að hækka eftir verðhrunið í síðustu viku. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 110 dollara og bandaríska léttolían stendur í tæpum 99 dollurum eftir að hafa hækkað um 2 dollara í morgun.

Samkvæmt frétt á Reuters er það einkum veiking dollarans og betri birgðastaða sem veldur þessum hækkunum í morgun.

Í síðustu viku lækkaði verðið á Brent olíunni um 16 dollara og er það mesta vikulækkun á heimsmarkaðsverði olíu í sögunni, mælt í dollurum. Fór verðið lægst niður í rúma 105 dollara fyrir tunnuna af Brent olíunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×