Viðskipti erlent

Verð á gulli komið yfir 1.500 dollara á únsuna

Heimsmarkaðsverð á gulli er komið yfir 1.500 dollara á únsuna í fyrsta sinn í sögunni. Silfur hefur einnig hækkað mikið í verði.

Gull hefur þar með hækkað um 32% á liðnu ári og verð á silfri hefur tvöfaldast á sama tíma en það stendur nú í rúmum 44 dollurum á únsuna.

Gull er sá málmur sem fjárfestar sækja í á óvissum tímum. Nú eru líkur á að lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna muni verða lækkuð í náinni framtíð og skýrir það síðustu hækkanir á gulli og silfri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×