Messi tryggði Barcelona sigur gegn tíu mönnum Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2011 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Sjá meira