Messi tryggði Barcelona sigur gegn tíu mönnum Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2011 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira