Meistaradeildarmartröð Chelsea heldur áfram - United áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2011 16:19 Nordic Photos / Getty Images Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Manchester United er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli og 3-1 samanlagt. Javier Hernandez og Ji-Sung Park skoruðu mörk United í kvöld en Didier Drogba fyrir Chelsea. Ryan Giggs átti stóran þátt í sigrinum en hann lagði upp bæði mörk sinna manna í kvöld og öll þrjú mörk United í rimmunni. United hafði 1-0 forystu eftir fyrri leik liðanna í Lundúnum og komst yfir á 43. mínútu í kvöld með marki Javier Hernandez en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Giggs fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn hafði verið mjög fjörlegur og Chelsea var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann. Nicolas Anelka ógnaði marki United í tvígang og sóknarþungi þeirra bláklæddu var á köflum afar þungur. Þennan góða meðbyr tókst liðinu ekki að nýta sér og það átti eftir að reynast dýrkeypt. En þá fóru heimamenn að bíta aftur frá sér og Hernandez náði reyndar að koma boltanum í markið nokkrum mínútum áður en hann skoraði. Þá skallaði hann fyrirgjöf Wayne Rooney í markið en var dæmdur rangstæður. Chelsea reyndi að koma sér aftur inn í leikinn í síðari hálfleik en það gekk illa. Allar vonir virtust úti þegar að Brasilíumaðurinn Ramirez fékk sína aðra áminningu í leiknum um miðbik hálfleiksins. En þrátt fyrir það náði Didier Drogba, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir hinn seinheppna Fernando Torres, að skora af miklu harðfylgi eftir sendingu Michael Essien inn fyrir vörn United. United tók miðju og brunaði í sókn. Enn barst boltinn á Giggs sem gaf frábæra sendingu á Ji-Sung Park sem var vel staðsettur vinstra megin í vítateignum. Hann skoraði og batt þar með enda á allar vonir Chelsea um að vinna Evrópumeistaratitilinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur reynt að klófesta í mörg ár. Það vakti athygli fyrir leik að Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ákvað að byrja með þá Torres og Nicolas Anelka í fremstu víglínu á kostnað Drogba. Torres hefur enn ekki skorað síðan hann var keyptur frá Liverpool í janúar á 50 milljónir punda og ekki breyttist það í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira