Vínarskólinn og veðurofsi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 14. apríl 2011 10:00 Ég reyndi árangurslaust að koma mér þægilega fyrir á hörðum stólnum. Sneri mér á alla kanta og studdi hönd undir kinn. Þurfti helst að sofna en vissi að það væri borin von. Ég hef alltaf öfundað þá sem geta sofnað nánast hvar sem er, standandi upp á endann ef því er að skipta. Ég var strandaglópur á flugvelli í erlendri borg og klukkan var langt gengin yfir miðnætti. Brottfarartími flugvélarinnar var löngu liðinn. Engar upplýsingar höfðu þó enn birst á skjánum um tafir eða nýjan brottfarartíma og því ekkert annað að gera en bíða. Óljósar fréttir höfðu borist af óveðri heima á Íslandi sem tafði flug, en þeim var erfitt að trúa þar sem hitinn hafði farið upp í 17 gráður þennan dag í útlandinu og sólin hafði sviðið á mér nefbroddinn. Mínúturnar siluðust áfram. Ég reyndi að lesa, leggjast fram á borðið og dotta, labba hring um stöðina í leit að betri sætum. Íhugaði að leggjast á gólfið úti í horni til svefns, en kunni ekki við það. Ég maulaði kanilsnúða sem ég hafði orðið mér úti um í sjoppu, sem betur fer því á vellinum var allt lokað og ekkert ætilegt að hafa. Það var helst að ég festi blund við skraf tveggja ferðafélaga minna um tónskáld fyrri alda. Orð eins og Vínarskólinn, Webern og Schönberg hljómuðu eins og ágætis vögguvísa í eyrunum. Mörgum óþægilegum klukkustundum síðar dró loks til tíðinda; von var á vélinni frá Íslandi innan skamms og þá styttist í brottför. Eftir skrykkjótta flugferð heim og óheyrilega langa bið eftir farangri, rútuferð í slyddu og leigubíl síðasta spölinn stóð ég loksins á tröppunum heima. Ég barmaði mér yfir svefnleysinu og bar mig aumlega eftir næturlanga bið á flugvellinum. Gerði mikið úr aumum vöðvum og kvartaði undan lélegu upplýsingaflæði flugfélagsins og lagðist svo til svefns í mjúku rúmi. Það var ekki fyrr en ég vaknaði síðdegis endurnærð að ég kíkti betur á fréttir. Þar las ég um fólk sem einnig hafði lent í töfum vegna óveðursins. Ég snarhætti að barma mér. Meðan ég sat inni í rúmgóðri flugstöðinni um nóttina og hlustaði á skraf um klassískar tónsmíðar höfðu aðrir setið fastir í flugvél á Keflavíkurflugvelli og horft á þakplöturnar fljúga hjá í veður-ofsanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun
Ég reyndi árangurslaust að koma mér þægilega fyrir á hörðum stólnum. Sneri mér á alla kanta og studdi hönd undir kinn. Þurfti helst að sofna en vissi að það væri borin von. Ég hef alltaf öfundað þá sem geta sofnað nánast hvar sem er, standandi upp á endann ef því er að skipta. Ég var strandaglópur á flugvelli í erlendri borg og klukkan var langt gengin yfir miðnætti. Brottfarartími flugvélarinnar var löngu liðinn. Engar upplýsingar höfðu þó enn birst á skjánum um tafir eða nýjan brottfarartíma og því ekkert annað að gera en bíða. Óljósar fréttir höfðu borist af óveðri heima á Íslandi sem tafði flug, en þeim var erfitt að trúa þar sem hitinn hafði farið upp í 17 gráður þennan dag í útlandinu og sólin hafði sviðið á mér nefbroddinn. Mínúturnar siluðust áfram. Ég reyndi að lesa, leggjast fram á borðið og dotta, labba hring um stöðina í leit að betri sætum. Íhugaði að leggjast á gólfið úti í horni til svefns, en kunni ekki við það. Ég maulaði kanilsnúða sem ég hafði orðið mér úti um í sjoppu, sem betur fer því á vellinum var allt lokað og ekkert ætilegt að hafa. Það var helst að ég festi blund við skraf tveggja ferðafélaga minna um tónskáld fyrri alda. Orð eins og Vínarskólinn, Webern og Schönberg hljómuðu eins og ágætis vögguvísa í eyrunum. Mörgum óþægilegum klukkustundum síðar dró loks til tíðinda; von var á vélinni frá Íslandi innan skamms og þá styttist í brottför. Eftir skrykkjótta flugferð heim og óheyrilega langa bið eftir farangri, rútuferð í slyddu og leigubíl síðasta spölinn stóð ég loksins á tröppunum heima. Ég barmaði mér yfir svefnleysinu og bar mig aumlega eftir næturlanga bið á flugvellinum. Gerði mikið úr aumum vöðvum og kvartaði undan lélegu upplýsingaflæði flugfélagsins og lagðist svo til svefns í mjúku rúmi. Það var ekki fyrr en ég vaknaði síðdegis endurnærð að ég kíkti betur á fréttir. Þar las ég um fólk sem einnig hafði lent í töfum vegna óveðursins. Ég snarhætti að barma mér. Meðan ég sat inni í rúmgóðri flugstöðinni um nóttina og hlustaði á skraf um klassískar tónsmíðar höfðu aðrir setið fastir í flugvél á Keflavíkurflugvelli og horft á þakplöturnar fljúga hjá í veður-ofsanum.