Hamilton gerir ráð fyrir góðum árangri í Malasíu 1. apríl 2011 14:36 Lewis Hamilton fagnar öðru sætinu í Melbourne í Ástralíu um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren Formúlu 1 liðinu varð í öðru sæti í fyrsta móti ársins í Ástralíu um síðustu helgi og gerir ráð fyrir góðum árangri á Sepang brautinn í Malasíu um aðra helgi. „Sepang er braut sem ég elska. Hún er löng, hröð og opinn. Með krefjandi háhraðabeygjum, þar sem hægt er að ná góðum tíma, ef maður nær öllu út úr bílnum sem hann býður upp á", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. „Eftir mótið í Melbourne (í Ástralíu), þá held ég að við getum náð góðum árangri í Malasíu. Albert Park brautin er frábær braut, en braut eins og Sepang mun sýna mismuninn á bílum betur." „Ég hlakka til að nota KERS kerfið og DRS (stillanlegan afturvæng). Það er magnað að upplifa hvernig bíllinn lætur af stjórn í beygjum á Sepang og ég held að bíllinn verði stórkostlegur, sérstaklega í tímatökum." Bíll Hamiltons skemmdist í síðustu keppni og plata var laus undir bílnum hluta keppninnar, en engu að síður tókst Hamilton að ljúka keppni í öðru sæti. „Liðið hefur skoðað hvað gerðist með neðsta hlutann í Melbourne og tjónið virtist nokkuð mikið í lok mótsins. Það var gott að að bíllinn þoldi álagið og ég fer mýkri höndum um bílinn í Malasíu í næstu viku", sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren Formúlu 1 liðinu varð í öðru sæti í fyrsta móti ársins í Ástralíu um síðustu helgi og gerir ráð fyrir góðum árangri á Sepang brautinn í Malasíu um aðra helgi. „Sepang er braut sem ég elska. Hún er löng, hröð og opinn. Með krefjandi háhraðabeygjum, þar sem hægt er að ná góðum tíma, ef maður nær öllu út úr bílnum sem hann býður upp á", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. „Eftir mótið í Melbourne (í Ástralíu), þá held ég að við getum náð góðum árangri í Malasíu. Albert Park brautin er frábær braut, en braut eins og Sepang mun sýna mismuninn á bílum betur." „Ég hlakka til að nota KERS kerfið og DRS (stillanlegan afturvæng). Það er magnað að upplifa hvernig bíllinn lætur af stjórn í beygjum á Sepang og ég held að bíllinn verði stórkostlegur, sérstaklega í tímatökum." Bíll Hamiltons skemmdist í síðustu keppni og plata var laus undir bílnum hluta keppninnar, en engu að síður tókst Hamilton að ljúka keppni í öðru sæti. „Liðið hefur skoðað hvað gerðist með neðsta hlutann í Melbourne og tjónið virtist nokkuð mikið í lok mótsins. Það var gott að að bíllinn þoldi álagið og ég fer mýkri höndum um bílinn í Malasíu í næstu viku", sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira