Straff Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 15. mars 2011 09:08 10. gr. Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar. 11. gr. Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð. 12. gr. Samtökum fyrirtækja er óheimilt að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindrana sem bannaðar eru samkvæmt lögum þessum eða brjóta í bága við ákvarðanir skv. 16. - 18. gr. Samkeppnislögin eru ósköp skýr eins og sést á ofangreindum þremur greinum þeirra. Og markmiðið einfalt. Þeim er ætlað að efla virka samkeppni í viðskiptum og vinna þar með að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins, eins og segir í fyrstu grein laganna. Ætla mætti að allir sæmilega gerðir menn teldu þetta sjálfsagt. Að sanngjarnt væri að stórfyrirtæki þyrftu að lúta ströngum leikreglum sem vernduðu almenning og aðra fyrir bolabrögðum. Að eðlilegt væri að þau mættu ekki skipta kökunni á milli sín. Að samkeppni þyrfti að fá að þrífast og ný fyrirtæki væru ekki blokk-eruð út af markaðnum. En þannig er það ekki. Samkeppnislögin eru furðu oft brotin. Og lögbrjótarnir eru - eðli málsins samkvæmt - stóru fyrirtækin. Eða öllu heldur stjórnendur þeirra, hvort heldur er stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar. Samkeppnislagabrot komust tvisvar í sviðsljósið í síðustu viku. Fyrst vegna meints samráðs á byggingavörumarkaði og svo þegar málsskjöl úr umsvifamiklu samráðsmáli stóru kortafyrirtækjanna voru opinberuð. Þau skjöl bera vott um rotið hugarfar þeirra sem þar voru við stjórnvölinn. Munum: "Delete að lestri loknum." Allt er þetta á kostnað viðskiptavinanna. Fyrst þegar samráð er haft og aftur þegar greiða þarf sektir er upp kemst um athæfið. Það voru auðvitað viðskiptavinir kortafyrirtækjanna sem borguðu 735 milljóna króna sektina sem þau sömdu um við Samkeppniseftirlitið að greiða fyrir brot sín. Það er galli á lögunum. Meginrefsing vegna brota á samkeppnislögum ætti að beinast gegn því fólki sem um vélar. Fyrsti kostur ætti að vera að banna brotamönnum að starfa á samkeppnismarkaði í tiltekinn tíma. Neytendur þyrftu þá ekki að óttast þá sömu menn um skeið. Sú aðferð er einnig líkleg til að hafa fælingarmátt. Eitt er að þurfa að punga út peningum, annað að mega ekki vinna. Saga samkeppnisbrota hefur kennt okkur ýmislegt. Eitt er að þegar forstjórar segjast fagna samkeppni þá meina þeir hið gagnstæða. Annað er að þeim mun meira undrandi sem menn þykjast vera þegar Samkeppniseftirlitið kemur til húsleitar, því meiri líkur eru á sekt þeirra. Þriðja er að þegar efast er um hæfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að rækja starf sitt þá er fokið í öll skjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
10. gr. Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar. 11. gr. Misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu er bönnuð. 12. gr. Samtökum fyrirtækja er óheimilt að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindrana sem bannaðar eru samkvæmt lögum þessum eða brjóta í bága við ákvarðanir skv. 16. - 18. gr. Samkeppnislögin eru ósköp skýr eins og sést á ofangreindum þremur greinum þeirra. Og markmiðið einfalt. Þeim er ætlað að efla virka samkeppni í viðskiptum og vinna þar með að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins, eins og segir í fyrstu grein laganna. Ætla mætti að allir sæmilega gerðir menn teldu þetta sjálfsagt. Að sanngjarnt væri að stórfyrirtæki þyrftu að lúta ströngum leikreglum sem vernduðu almenning og aðra fyrir bolabrögðum. Að eðlilegt væri að þau mættu ekki skipta kökunni á milli sín. Að samkeppni þyrfti að fá að þrífast og ný fyrirtæki væru ekki blokk-eruð út af markaðnum. En þannig er það ekki. Samkeppnislögin eru furðu oft brotin. Og lögbrjótarnir eru - eðli málsins samkvæmt - stóru fyrirtækin. Eða öllu heldur stjórnendur þeirra, hvort heldur er stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar. Samkeppnislagabrot komust tvisvar í sviðsljósið í síðustu viku. Fyrst vegna meints samráðs á byggingavörumarkaði og svo þegar málsskjöl úr umsvifamiklu samráðsmáli stóru kortafyrirtækjanna voru opinberuð. Þau skjöl bera vott um rotið hugarfar þeirra sem þar voru við stjórnvölinn. Munum: "Delete að lestri loknum." Allt er þetta á kostnað viðskiptavinanna. Fyrst þegar samráð er haft og aftur þegar greiða þarf sektir er upp kemst um athæfið. Það voru auðvitað viðskiptavinir kortafyrirtækjanna sem borguðu 735 milljóna króna sektina sem þau sömdu um við Samkeppniseftirlitið að greiða fyrir brot sín. Það er galli á lögunum. Meginrefsing vegna brota á samkeppnislögum ætti að beinast gegn því fólki sem um vélar. Fyrsti kostur ætti að vera að banna brotamönnum að starfa á samkeppnismarkaði í tiltekinn tíma. Neytendur þyrftu þá ekki að óttast þá sömu menn um skeið. Sú aðferð er einnig líkleg til að hafa fælingarmátt. Eitt er að þurfa að punga út peningum, annað að mega ekki vinna. Saga samkeppnisbrota hefur kennt okkur ýmislegt. Eitt er að þegar forstjórar segjast fagna samkeppni þá meina þeir hið gagnstæða. Annað er að þeim mun meira undrandi sem menn þykjast vera þegar Samkeppniseftirlitið kemur til húsleitar, því meiri líkur eru á sekt þeirra. Þriðja er að þegar efast er um hæfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að rækja starf sitt þá er fokið í öll skjól.