Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2011 19:00 Javier Hernandez Mynd/AP Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. Manchester United hafði leikið 24 heimaleiki í röð án taps og hafði heldur ekki tapað fyrir frönsku liði á Old Trafford. Það breyttist heldur ekki í kvöld þótt að United hafði spilað án beggja aðalmiðvarða sinni og misst báða bakverði sína meidda af velli. Javier Hernández fékk stóra tækifærið hjá Alex Ferguson og var búinn að koma Manchester United í 1-0 eftir fimm mínútur. Markið kom eftir undirbúning Ryan Giggs og sendingu frá Wayne Rooney en Hernández þurfti bara að setja boltann í tómt mark. Manchester United var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Marseille fékk engu að síður tvö mjög góð færi í hálfleiknum sem hefði getað orðið United-liðinu dýrkeypt. Andre-Pierre Gignac fékk dauðafæri skömmu eftir markið en lyfti þá boltanum hátt yfir markið og á 36. mínútu fengu Frakkarnir annað fínt færi þegar Souleymane Diawara skallaði framhjá eftir fyrirgjöf frá Taye Taiwo. Marseille þurfti bara að skora eitt mark á meðan að United var bara með eins marks forskot en það breyttist á 75. mínútu þegar Javier Hernández var aftur réttur maður á réttum stað í markteignum og skoraði eftir flotta sendingu frá Ryan Giggs. Marseille fékk síðan góða hjálp á 82. mínútu þegar Wes Brown var fyrir því ólani að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Matthieu Valbuena. Það stefndi því í taugatrekkjandi lokamínútur því aftur þurftu Frakkarnir bara að skora eitt mark. Manchester United liðið hélt hinsvegar út og tryggði sér sigurinn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15 Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23 Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. Manchester United hafði leikið 24 heimaleiki í röð án taps og hafði heldur ekki tapað fyrir frönsku liði á Old Trafford. Það breyttist heldur ekki í kvöld þótt að United hafði spilað án beggja aðalmiðvarða sinni og misst báða bakverði sína meidda af velli. Javier Hernández fékk stóra tækifærið hjá Alex Ferguson og var búinn að koma Manchester United í 1-0 eftir fimm mínútur. Markið kom eftir undirbúning Ryan Giggs og sendingu frá Wayne Rooney en Hernández þurfti bara að setja boltann í tómt mark. Manchester United var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Marseille fékk engu að síður tvö mjög góð færi í hálfleiknum sem hefði getað orðið United-liðinu dýrkeypt. Andre-Pierre Gignac fékk dauðafæri skömmu eftir markið en lyfti þá boltanum hátt yfir markið og á 36. mínútu fengu Frakkarnir annað fínt færi þegar Souleymane Diawara skallaði framhjá eftir fyrirgjöf frá Taye Taiwo. Marseille þurfti bara að skora eitt mark á meðan að United var bara með eins marks forskot en það breyttist á 75. mínútu þegar Javier Hernández var aftur réttur maður á réttum stað í markteignum og skoraði eftir flotta sendingu frá Ryan Giggs. Marseille fékk síðan góða hjálp á 82. mínútu þegar Wes Brown var fyrir því ólani að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Matthieu Valbuena. Það stefndi því í taugatrekkjandi lokamínútur því aftur þurftu Frakkarnir bara að skora eitt mark. Manchester United liðið hélt hinsvegar út og tryggði sér sigurinn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15 Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23 Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15
Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23
Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14