Chelsea komið áfram eftir markalaust jafntefli við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2011 19:15 Mynd/AP Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira
Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sjá meira