Erum við ósigrandi? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. mars 2011 06:00 Í grein, sem átta hæstaréttarlögmenn birtu hér í Fréttablaðinu í gær, benda þeir á ýmis mikilvæg atriði sem rétt er að fólk hafi í huga þegar það gerir upp hug sinn til Icesave-samningsins, sem greiða á atkvæði um 9. apríl. Í fyrsta lagi benda þeir á að áhætta vegna gengisþróunar, endurheimtna þrotabús Landbankans og almennrar efnahagsþróunar, sem vissulega tengist fyrirliggjandi samningi, hverfi ekki þótt samningurinn verði felldur. Þá blasir við að Ísland verður dregið fyrir dómstóla. Verði niðurstaðan sú að Ísland þurfi að greiða innstæðutryggingarnar, eiga sömu áhættuþættir við áfram. Raunar er líklegt að nei við Icesave-samningnum myndi hafa svo neikvæð áhrif á íslenzkt efnahagslíf að óhagstæð niðurstaða í dómsmáli myndi enn magnast upp. Í öðru lagi benda áttmenningarnir á að með fyrirliggjandi samningi hafi Ísland stjórn á niðurstððu málsins. Jáyrði við honum þýðir sömuleiðis að Icesave-deilunni er lokið, í sátt við nágrannaríkin og alþjóðasamfélagið. Nei við samningnum þýðir hins vegar að deilan heldur áfram og við höfum enga stjórn á því hver verður lokaniðurstaðan. Það er fræðilegur möguleiki að hún verði hagstæð, en miklar líkur á að hún verði Íslandi í óhag og miklu óhagstæðari en samningurinn. Lögmennirnir draga fram það augljósa, að Eftirlitsstofnun EFTA muni draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn verði Icesave-samningurinn felldur. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður segir í annarri grein í blaðinu í gær að það álit ESA sem liggur fyrir, að Ísland sé brotlegt við EES-samninginn með því að greiða ekki innstæðutryggingarnar, sé „illa ígrundað". Lögmennirnir átta benda hins vegar á þá staðreynd, að ESA hefur unnið 27 af 29 samningsbrotamálum fyrir EFTA-dómstólnum. Það þarf „sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland," segja þeir. Í þriðju greininni í blaði gærdagsins fjallar Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, um Icesave-málið út frá Evrópuréttinum, meðal annars dómafordæmum. Finnst henni afstaða ESA illa ígrunduð? Nei, hún kemst að þeirri niðurstöðu að dómstólaleiðinni fylgi „veruleg áhætta fyrir Íslendinga". Í umræðunni undanfarið hefur verið vísað til fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði nei við þáverandi Icesave-samningi og bent á að sú niðurstaða hafi styrkt samningsstöðu Íslands. Það er rétt að synjun forsetans á fyrri Icesave-lögum styrkti stöðu Íslands og fékk Holland og Bretland aftur að samningaborðinu. Í þetta sinn hefur ekkert slíkt gerzt og mun ekki gerast. Næsta skref er dómsmál, sem felur í sér mikla áhættu. Þeir sem vilja semja um Icesave í sátt við nágranna- og vinaríki hafa mátt sitja undir ásökunum um að ganga erinda erlendra ríkja, binda framtíðarkynslóðir á skuldaklafa og þar fram eftir götunum. Líkurnar á því að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar sé í hættu stefnt, eru hins vegar meiri ef þjóðin segir nei við samningnum. Eins og lögmennirnir átta skrifa, höfum við engan rétt til að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að þykjast vera ósigrandi og bjóða hvaða aðstæðum sem er byrginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Ólafur Stephensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Í grein, sem átta hæstaréttarlögmenn birtu hér í Fréttablaðinu í gær, benda þeir á ýmis mikilvæg atriði sem rétt er að fólk hafi í huga þegar það gerir upp hug sinn til Icesave-samningsins, sem greiða á atkvæði um 9. apríl. Í fyrsta lagi benda þeir á að áhætta vegna gengisþróunar, endurheimtna þrotabús Landbankans og almennrar efnahagsþróunar, sem vissulega tengist fyrirliggjandi samningi, hverfi ekki þótt samningurinn verði felldur. Þá blasir við að Ísland verður dregið fyrir dómstóla. Verði niðurstaðan sú að Ísland þurfi að greiða innstæðutryggingarnar, eiga sömu áhættuþættir við áfram. Raunar er líklegt að nei við Icesave-samningnum myndi hafa svo neikvæð áhrif á íslenzkt efnahagslíf að óhagstæð niðurstaða í dómsmáli myndi enn magnast upp. Í öðru lagi benda áttmenningarnir á að með fyrirliggjandi samningi hafi Ísland stjórn á niðurstððu málsins. Jáyrði við honum þýðir sömuleiðis að Icesave-deilunni er lokið, í sátt við nágrannaríkin og alþjóðasamfélagið. Nei við samningnum þýðir hins vegar að deilan heldur áfram og við höfum enga stjórn á því hver verður lokaniðurstaðan. Það er fræðilegur möguleiki að hún verði hagstæð, en miklar líkur á að hún verði Íslandi í óhag og miklu óhagstæðari en samningurinn. Lögmennirnir draga fram það augljósa, að Eftirlitsstofnun EFTA muni draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn verði Icesave-samningurinn felldur. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður segir í annarri grein í blaðinu í gær að það álit ESA sem liggur fyrir, að Ísland sé brotlegt við EES-samninginn með því að greiða ekki innstæðutryggingarnar, sé „illa ígrundað". Lögmennirnir átta benda hins vegar á þá staðreynd, að ESA hefur unnið 27 af 29 samningsbrotamálum fyrir EFTA-dómstólnum. Það þarf „sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland," segja þeir. Í þriðju greininni í blaði gærdagsins fjallar Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, um Icesave-málið út frá Evrópuréttinum, meðal annars dómafordæmum. Finnst henni afstaða ESA illa ígrunduð? Nei, hún kemst að þeirri niðurstöðu að dómstólaleiðinni fylgi „veruleg áhætta fyrir Íslendinga". Í umræðunni undanfarið hefur verið vísað til fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði nei við þáverandi Icesave-samningi og bent á að sú niðurstaða hafi styrkt samningsstöðu Íslands. Það er rétt að synjun forsetans á fyrri Icesave-lögum styrkti stöðu Íslands og fékk Holland og Bretland aftur að samningaborðinu. Í þetta sinn hefur ekkert slíkt gerzt og mun ekki gerast. Næsta skref er dómsmál, sem felur í sér mikla áhættu. Þeir sem vilja semja um Icesave í sátt við nágranna- og vinaríki hafa mátt sitja undir ásökunum um að ganga erinda erlendra ríkja, binda framtíðarkynslóðir á skuldaklafa og þar fram eftir götunum. Líkurnar á því að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar sé í hættu stefnt, eru hins vegar meiri ef þjóðin segir nei við samningnum. Eins og lögmennirnir átta skrifa, höfum við engan rétt til að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að þykjast vera ósigrandi og bjóða hvaða aðstæðum sem er byrginn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun