Körfubolti

Valsmenn einum sigri frá sæti í úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Helgi Hreiðarsson var með 8 stig og 7 fráköst í kvöld.
Hörður Helgi Hreiðarsson var með 8 stig og 7 fráköst í kvöld.
Valur er komið í 1-0 í lokaúrslitum 1. deildar karla á móti Þór Akureyri eftir níu stiga sigur fyrir norðan í kvöld, 91-82.

Valsmenn geta tryggt sér sæti í Iceland Express deildinni með því að vinna annan leikinn sem verður á heimavelli þeirra í Vodafone-höllinni á mánudagskvöldið.

Valsmenn hafa tapað í lokaúrslitunum undanfarin fjögur ár en í tvígang hafa þeir komist í 1-0 í einvíginu.

Þetta var sjöundi sigur Valsmanna í röð í deildinni en þeir hafa unnið alla leiki sína síðan að Philip Perre bættist í hópinn. Perre var með 28 stig og 5 stoðsendingar í kvöld en stigahæstur var Calvin Wooten með 34 stig.

Birgir Björn Pétursson var stigahæstur íslensku leikmannanna með 9 stig en Hörður Hreiðarsson var með 8 stig og 7 fráköst.

Dimitar Petrushev og Konrad Tota skoruðu báðir 20 stig fyrir Þór og Ólafur Torfason var með 14 stig og 10 fráköst.





Þór Ak.-Valur 82-91 (22-23, 20-24, 18-17, 22-27)Þór Ak.: Dimitar Petrushev 20/9 fráköst, Konrad Tota 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Torfason 14/10 fráköst, Wesley Hsu 14, Óðinn Ásgeirsson 10/13 fráköst, Hrafn Jóhannesson 4.

Valur: Calvin Wooten 34/5 fráköst/5 stoðsendingar, Philip Perre 28/6 fráköst/5 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 9, Hörður Helgi Hreiðarsson 8/7 fráköst, Alexander Dungal 6/4 fráköst, Björgvin Rúnar Valentínusson 2/4 fráköst, Snorri Páll Sigurðsson 2, Sigmar Egilsson 2/5 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×