Birkir skipti um umboðsmann - Solbakken tekur við af Ólafi Garðarssyni 3. mars 2011 09:30 Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska U21- árs landsliðsins í fótbolta, hefur skipt um umboðsmann og mun Jim Solbakken frá Noregi sjá um hans mál í framtíðinni. Nordic Photos/Getty Images Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska U21- árs landsliðsins í fótbolta, hefur skipt um umboðsmann og mun Jim Solbakken frá Noregi sjá um hans mál í framtíðinni. Ólafur Garðarsson hefur verið umboðsmaður Birkis undanfarin misseri. Samningaviðræður Birkis við Viking í Stavanger hafa enn ekki borið árangur en þar hefur hinn 22 ára gamli leikmaður leikið undanfarin ár. Solbakken segir í viðtali við Aftenbladet í Stavanger að Birkir eigi ekki að semja við Viking en samningur hans rennur út í lok ársins. Það er ljóst að úrslitakeppni Evrópumeistaramóts U21 árs landsliða sem fram fer í Danmörku verður „sýningargluggi" fyrir Birki en mörg stórlið munu fylgjast grannt með gangi mála á því móti. Birkir er því í ágætri samningsstöðu. „Birkir á góða möguleika á að komast í sterkari deild og ég hef ráðlagt honum að semja ekki við Viking á ný," segir Solbakken. Viking hefur lagt fram samningstilboð fyrir Birki en þar sem að Solbakken er nýr umboðsmaður leikmannsins er ljóst að félagið þarf að byrja samningaviðræðurnar upp á nýtt. Solbakken segir að hann muni ræða við forsvarsmenn Viking til þess að sjá hvað þeir hafa fram að færa. „Ég vil fá niðurstöðu fljótlega," bætti Solbakken við. Birkir hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu með Viking og á æfingamóti á La Manga á Spáni skoraði hann þrjú mörk. Hann var markahæsti leikmaður Viking á síðasta tímabili i norsku úrvalsdeildinni ásamt Patrik Ingelsten. Egil Østenstad, íþróttastjóri Viking, segir að félagið sé tilbúið að teygja sig langt í samningaviðræðunum við Birki. Samkvæmt skattalistanum í Noregi er Birkir með um 16 milljónir kr. í árslaun og segir Østenstad að félagið sé tilbúið að hækka laun hans verulega. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska U21- árs landsliðsins í fótbolta, hefur skipt um umboðsmann og mun Jim Solbakken frá Noregi sjá um hans mál í framtíðinni. Ólafur Garðarsson hefur verið umboðsmaður Birkis undanfarin misseri. Samningaviðræður Birkis við Viking í Stavanger hafa enn ekki borið árangur en þar hefur hinn 22 ára gamli leikmaður leikið undanfarin ár. Solbakken segir í viðtali við Aftenbladet í Stavanger að Birkir eigi ekki að semja við Viking en samningur hans rennur út í lok ársins. Það er ljóst að úrslitakeppni Evrópumeistaramóts U21 árs landsliða sem fram fer í Danmörku verður „sýningargluggi" fyrir Birki en mörg stórlið munu fylgjast grannt með gangi mála á því móti. Birkir er því í ágætri samningsstöðu. „Birkir á góða möguleika á að komast í sterkari deild og ég hef ráðlagt honum að semja ekki við Viking á ný," segir Solbakken. Viking hefur lagt fram samningstilboð fyrir Birki en þar sem að Solbakken er nýr umboðsmaður leikmannsins er ljóst að félagið þarf að byrja samningaviðræðurnar upp á nýtt. Solbakken segir að hann muni ræða við forsvarsmenn Viking til þess að sjá hvað þeir hafa fram að færa. „Ég vil fá niðurstöðu fljótlega," bætti Solbakken við. Birkir hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu með Viking og á æfingamóti á La Manga á Spáni skoraði hann þrjú mörk. Hann var markahæsti leikmaður Viking á síðasta tímabili i norsku úrvalsdeildinni ásamt Patrik Ingelsten. Egil Østenstad, íþróttastjóri Viking, segir að félagið sé tilbúið að teygja sig langt í samningaviðræðunum við Birki. Samkvæmt skattalistanum í Noregi er Birkir með um 16 milljónir kr. í árslaun og segir Østenstad að félagið sé tilbúið að hækka laun hans verulega.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira