Viðskipti erlent

Jamie Oliver vill skráningu í kauphöll

Stjörnukokkurinn Jamie Oliver vill skrá veitingahúsakeðju sína, Jamie´s Italian, í kauphöllina í London. Hann reiknar með að geta aflað um 100 milljóna punda eða nær 19 milljarða kr. í nýju hlutafé.

Veitingahúsakeðjan, sem byggir á ítalskri matreiðslu, er í meirihlutaeigu Olíver og eiginkonu hans. Sem stendur rekur keðjan 17 veitingastaði víða á Bretlandseyjum. Áform eru uppi um að opna 10 nýja staði á þessu ári.

Á síðasta ári nam hagnaður Jamie´s Italian um 1,7 milljónum punda fyrir skatta af veltu sem nam 20 milljónum punda. Markaðsskráning keðjunnar verður að öllum líkindum ekki fyrr en í lok þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×