Viðskipti erlent

Subway hafa tekið fram úr Mc'Donalds

Subway eru nú orðnir stærstir í heiminum
Subway eru nú orðnir stærstir í heiminum
Subway veitingahúsakeðjan er orðin sú stærsta í heiminum og tekur því fram úr McDonald's sem hefur verið sú stærsta undanfarin ár. Subway rekur nú yfir þúsund fleiri staði en McDonald's um allan heim.

Hamborgarakeðjan rekur nú 32.737 staði en Subway 33.749 staði. Undanfarin ár hafa „smærri“ keðjurnar verið að saxa á forskot hamborgararisans og hefur það nú tekist. Talsmaður McDonal's segir að fyrirtækið sé enn að vaxa en það sé þó spurning um gæði fremur en magn og gerir því ekki mikið úr fréttunum.

Hagnaður Mc'donalds á síðasta ári var þó töluvert meiri en Subway en fyrirtækið skilaði 24 milljarða dollara hagnaði en Subway 15,2 milljörðum dollara í hagnað.

Subway var stonfnað í Bandaríkjunum árið 1965 af Fred De Luca, sem þá var 17 ára gamall. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×