Barcelona með yfirburði gegn Arsenal - Persie sá rautt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2011 21:47 Börsungar fagna í kvöld. Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira