Viðskipti erlent

Frakkar leggja hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur

Stjórnvöld í Frakklandi hafa lagt hald á tvær rússneskar lúxussnekkjur sem liggja undan frönsku Rívierunni. Snekkjurnar eru í eigu milljarðamæringsins Boris Beresovskij en hald var lagt á þær að kröfu stjórnvalda í Rússlandi.

Saksóknarinn í Antibes þar sem snekkjurnar eru segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir alþjóðlega beiðni frá dómsmálayfirvöldum í Rússlandi. Þar að auki hafi verið lagt hald á aðrar eigur Boris Beresovskij m.a. málverk í eigu hans.

Boris Beresovskij hefur verið einn af áköfustu gagnrýnendum stjórnar Vladimir Putin en uppúr vinskap þeirra slitnaði árið 2000. Þá flúði Beresovskij til Bretlands. Rússar hafa ítrekað krafist þess að Beresovskij verði framseldur til Rússlands en því hafa Bretar ætíð hafnað og árið 2003 fékk hann hæli í Bretlandi sem pólitískur flóttamaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×