Körfubolti

Pálína getur orðið fyrst til að vinna alla titla með tveimur félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pálina Gunnlaugsdóttir.
Pálina Gunnlaugsdóttir. Mynd/Stefán
Pálina Gunnlaugsdóttir, leikmaður kvennaliðs Keflavíkur, getur í dag orðið fyrst allra til þess að vinna alla fimm titlana sem eru í boði í íslenskum körfubolta með tveimur félögum.

Pálína vann alla titlana með Haukum á sínum tíma en vantar aðeins bikarmeistaratitilinn eftir að hún skipti yfir í Keflavík.

Pálína hefur alls unnuð þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, þrjá deildarmeistaratitla, þrjá meistarakeppnir KKÍ og fimm Fyrirtækjabikarmeistaratitla.

Titlar Pálínu Gunnlaugsdóttur:

Með Haukum

Íslandsmeistari - 2006, 2007

Bikarmeistari - 2005, 2007

Deildarmeistari - 2006,2007

Meistari meistaranna - 2006

Fyrirtækjabikarmeistari - 2005, 2006

Með Keflavík

Íslandsmeistari - 2008

Bikarmeistari - Aldrei

Deildarmeistari - 2008

Meistari meistaranna - 2007,2008

Fyrirtækjabikarmeistari - 2007, 2008, 2010






Fleiri fréttir

Sjá meira


×