Siðlausar aðréttur Ólafur Stephensen skrifar 25. september 2010 11:40 Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar skeleggan leiðara í Bændablaðið, þar sem hann afþakkar fyrir hönd bænda hvers konar styrki sem Evrópusambandið býður upp á vegna aðildarviðræðna Íslands við sambandið. „Bændasamtökin hafa verið hvött til að leita eftir slíkum fjármunum til ýmissa verkefna. Þeir gætu bæði haft áhrif á afstöðu bænda og undirbúið okkur fyrir aðild. Taka skal fram að Bændasamtökin hafa ekki í hyggju að leita eftir né þiggja slíkar aðréttur," skrifar Haraldur. "Algjörlega er siðlaust af íslenskum stjórnvöldum að þiggja slíka fjármuni frá ESB áður en þjóðin gerir upp hug sinn til aðildar." Þetta er skarplega athugað hjá Haraldi. Auðvitað er auðvelt að kaupa bændur til að styðja ESB-aðild og torvelda þeim að mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir gera rétt í að hafna slíkum "aðréttum". Haraldur skilgreinir vandann hins vegar ekki nógu vítt. Á undanförnum sautján árum, eða frá því að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum, hafa milljarðar á milljarða ofan runnið til Íslands úr sjóðum Evrópusambandsins, mest í tengslum við alls konar samstarfsáætlanir sem Ísland er aðili að. Þar hefur landbúnaðurinn fengið drjúgan skerf. Sem dæmi má nefna glænýtt verkefni þar sem Þróunarfélag Austurlands og fleiri samtök í landshlutanum fá 30 milljóna króna styrk frá ESB til að byggja upp atvinnu á sviði vöruhönnunar og handverks í fjórðungnum. Markmiðið er meðal annars að vinna betur úr íslenzku ullinni, skógarafurðum og hreindýraleðri. Þetta gæti verið varasamt, enda bændur þátttakendur í öllu saman. Í gegnum rannsóknaáætlanir ESB hafa rannsókna- og þjónustustofnanir landbúnaðarins fengið tugi eða hundruð milljóna til verkefna, sem nýtast landbúnaðinum. Einhverjir þátttakendur í þessum verkefnum gætu hafa orðið hlynntir ESB-aðild. Sama má segja um verkefnið „Sheep skills", sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri stýrir og styrkt er af ESB. Það gengur meðal annars út á þjálfun smala með þátttöku danskra, þýzkra og tyrkneskra samstarfsaðila. Það er alveg afleitt ef Evrópusinnaðir smalar hafa verið á ferð í göngum og réttum að undanförnu. Íslenzkir bændur hafa líka, svo dæmi sé nefnt, verið þátttakendur í verkefninu „Byggjum brýr", sem gengur út á að efla atvinnuþátttöku kvenna í landbúnaði. Verkefnið er styrkt af ESB og augljós hætta á að þátttakendum gæti farið að finnast sambandið sniðugt. Evrópusambandið hefur styrkt fjöldann allan af verkefnum sem koma fólki á landsbyggðinni til góða, meðal annars sjálfboðaliðastarf ungmenna undir merkjum samstarfsverkefnisins Ungs fólks í Evrópu. Þannig voru það samtök á ESB-styrk, sem hjálpuðu til við 17. júní-hátíðahöldin á Hrafnseyri við Arnarfjörð í sumar. Ætli Unnur Brá viti af þessu? Allt ber þetta að sama brunni. Evrópusambandið hefur ausið peningum í alls konar áróðursstarfsemi á Íslandi undanfarin sautján ár og við tekið á móti þeim, án þess að þjóðin hafi gert upp hug sinn til aðildar. Stöðug aðlögun að regluverki ESB hefur átt sér stað á sama tíma, líka í landbúnaðinum. Íslenzkir bændur hafa tekið þátt í öllu saman og flotið sofandi að feigðarósi - á ESB-styrk. Hvernig ætlar Haraldur Benediktsson að laga það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, skrifar skeleggan leiðara í Bændablaðið, þar sem hann afþakkar fyrir hönd bænda hvers konar styrki sem Evrópusambandið býður upp á vegna aðildarviðræðna Íslands við sambandið. „Bændasamtökin hafa verið hvött til að leita eftir slíkum fjármunum til ýmissa verkefna. Þeir gætu bæði haft áhrif á afstöðu bænda og undirbúið okkur fyrir aðild. Taka skal fram að Bændasamtökin hafa ekki í hyggju að leita eftir né þiggja slíkar aðréttur," skrifar Haraldur. "Algjörlega er siðlaust af íslenskum stjórnvöldum að þiggja slíka fjármuni frá ESB áður en þjóðin gerir upp hug sinn til aðildar." Þetta er skarplega athugað hjá Haraldi. Auðvitað er auðvelt að kaupa bændur til að styðja ESB-aðild og torvelda þeim að mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir gera rétt í að hafna slíkum "aðréttum". Haraldur skilgreinir vandann hins vegar ekki nógu vítt. Á undanförnum sautján árum, eða frá því að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum, hafa milljarðar á milljarða ofan runnið til Íslands úr sjóðum Evrópusambandsins, mest í tengslum við alls konar samstarfsáætlanir sem Ísland er aðili að. Þar hefur landbúnaðurinn fengið drjúgan skerf. Sem dæmi má nefna glænýtt verkefni þar sem Þróunarfélag Austurlands og fleiri samtök í landshlutanum fá 30 milljóna króna styrk frá ESB til að byggja upp atvinnu á sviði vöruhönnunar og handverks í fjórðungnum. Markmiðið er meðal annars að vinna betur úr íslenzku ullinni, skógarafurðum og hreindýraleðri. Þetta gæti verið varasamt, enda bændur þátttakendur í öllu saman. Í gegnum rannsóknaáætlanir ESB hafa rannsókna- og þjónustustofnanir landbúnaðarins fengið tugi eða hundruð milljóna til verkefna, sem nýtast landbúnaðinum. Einhverjir þátttakendur í þessum verkefnum gætu hafa orðið hlynntir ESB-aðild. Sama má segja um verkefnið „Sheep skills", sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri stýrir og styrkt er af ESB. Það gengur meðal annars út á þjálfun smala með þátttöku danskra, þýzkra og tyrkneskra samstarfsaðila. Það er alveg afleitt ef Evrópusinnaðir smalar hafa verið á ferð í göngum og réttum að undanförnu. Íslenzkir bændur hafa líka, svo dæmi sé nefnt, verið þátttakendur í verkefninu „Byggjum brýr", sem gengur út á að efla atvinnuþátttöku kvenna í landbúnaði. Verkefnið er styrkt af ESB og augljós hætta á að þátttakendum gæti farið að finnast sambandið sniðugt. Evrópusambandið hefur styrkt fjöldann allan af verkefnum sem koma fólki á landsbyggðinni til góða, meðal annars sjálfboðaliðastarf ungmenna undir merkjum samstarfsverkefnisins Ungs fólks í Evrópu. Þannig voru það samtök á ESB-styrk, sem hjálpuðu til við 17. júní-hátíðahöldin á Hrafnseyri við Arnarfjörð í sumar. Ætli Unnur Brá viti af þessu? Allt ber þetta að sama brunni. Evrópusambandið hefur ausið peningum í alls konar áróðursstarfsemi á Íslandi undanfarin sautján ár og við tekið á móti þeim, án þess að þjóðin hafi gert upp hug sinn til aðildar. Stöðug aðlögun að regluverki ESB hefur átt sér stað á sama tíma, líka í landbúnaðinum. Íslenzkir bændur hafa tekið þátt í öllu saman og flotið sofandi að feigðarósi - á ESB-styrk. Hvernig ætlar Haraldur Benediktsson að laga það?
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun