Hamilton nærri því að hætta 2009 8. mars 2010 11:00 Lewis Hamilton spáði í að hætta í fyrra eftir mistök í spjalli við dómarra mótsins í Ástralíu. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton. Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton.
Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira