Fótboltinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. júní 2010 06:00 Sumarið okkar er svo stutt að sektarkenndin er innbyggt í það. „Jæja!" heyrist kvakað úr hverjum mó meðan fuglarnir flögra um með dugnaðarfasi og litlu blómin kalla með augun á stilkum: „sjáið mig! sjáið mig!" en milli þeirra skjögra dauðadrukknar flugur eða lenda í vefnum á djúpvitrum köngulónum sem starfa í hverju horni. Sjórinn spegilsléttur, golan gælandi við mjúkt hörundið, iðandi kyrrðin, ilmurinn af jörðinni þar sem lúpínan hefur ekki fengið að tortíma hinu lágkynja lyngi og blóðbergi... sumarið logar frá einni stund til annarrar, svo stutt, og manni finnst maður eigi að lifa hverja mínútu því það koma aldrei kvöld, náttleysan ríkir, morgunninn nær til fimm á daginn og dagarnir ná til fimm á morgnana... og sumarið logar: „Kom fyll þitt glas..." Þetta er alveg satt: það er mjög óeðlileg iðja að sitja alla daga og horfa á knattspyrnu algerlega óvandabundinna manna. SagnabálkurÞað er svo passíft. Okkur er ætlað að djöflast sjálfum, líkami okkar er til þess gerður, og sú iðja að horfa á aðra gera það fyrir sig (og úða í sig snakki og svolgra bjór á meðan) er í raun og veru einhvers konar óeðli.En... Að fylgjast með heimsmeistaramótinu í fótbolta er dálítið eins og að detta í að lesa þykkan og skemmtilegan sagnaflokk á borð við Íslendingasögurnar eða bækur Simenons eða Rex Stout. Þetta er einn sagnaheimur með ótal sögum, en engu að síður vel afmarkaður með takmörkuðu persónugalleríi. Allar eru sögurnar byggðar nokkurn veginn eins en þó er í þeim akkúrat hæfilegur sveigjanleiki fyrir óvænta atburði. Þetta eru sögur með upphafi, miðju, dramatískum hápunkti og endi. Í þeim eru skýr átök. Þar eru hetjur og skúrkar, ósýnilegir dugnaðarforkar, ofsýnilegir dramaprinsar, þar eru tragedíur og gleðileikir, mannlegir lestir og ómæld sæmd, klókindi, slóttugheit, ráðvendni, staðfesta, óskráðar reglur um drengskap. Þetta eru dæmisögur um mannlegt atferli og mannlegt samfélag.Þessar sögur lúta sömu grundvallarlögmálum, reglur eru skýrar en þó hægt að velta vöngum um túlkun þeirra, atburðir ráðast af svipuðum aðstæðum, svipaðir karakterar leika lykilhlutverk frá sögu til sögu - sömu náungarnir skjóta jafnvel upp kollinum í ólíkum sögum. Þótt sögð sé sífellt ný og ný saga líkist hver þeirra öllum hinum ósegjanlega.Þetta er alltaf eins. Hlaup í mönnum. Óðagotið. Aukaspyrnurnar hátt yfir markið. Vúvuselabuldrið. Tæklingarnar. Feilsendingarnar. Þjálfarar með ygglibrún. Athugasemdir lýsendanna um að liðið verði að fara að sækja upp kantana ef það ætli að komast eitthvað áleiðis gegn hinni sterku vörn andstæðingsins. Þorsteinn J með vitringana þrjá á eftir. Og leikurinn á sextíu sekúndum.Meira að segja mörkin sem koma svo skyndilega og eins og undantekningar frá reglunni því þessi leikur virðist fremur ganga út á að láta menn ekki skora en að leyfa þúsund mörkum að blómstra. Nautnin af því kunnuglegaNautn neytandans felst einmitt í þessu: þetta er alltaf eins.Umberto Eco kenndi þessa nautn við déjà vu í grein sem hann skrifaði um sakamálasögur og þá ráðgátu hvers vegna við lesum slíkar sögur aftur og aftur þótt þær séu alltaf eins. Okkur finnst eftirsóknarverð lestrarreynsla að hitta fyrir nákvæmlega eins fólk við nákvæmlega eins kringumstæður og upplifa nákvæmlega eins spennu; hið óvænta verður nákvæmlega eins alltaf. Hið óvænta er þekkt stærð.En til að hafa nautn af því kunnuglega þarf að þekkja það. Það þarf að vera læs á leikinn. Þess vegna er það líka afmarkaður hópur sem hefur ánægju af því að fylgjast með þessum mótum. Það er lærð hegðun að horfa á fótbolta, svolítið í ætt við að venja sig á að hlusta á langar sinfóníur. Eins og þær eru fótboltaleikir hægir og lygnir á ytra borði og virðast tíðindalausir en fyrir hið þjálfaða eyra - eða auga - er ótal margt sem gleður. Til þess eru lýsendurnir og vitringarnir þrír á eftir - að benda okkur á þá snilld sem blasir alls ekki við, útskýra fyrir okkur "verkið" og lögmál þess. Þeir eru eins og tónlistargagnrýnendur.Í þeim skilningi eru fótboltaleikir eins og sinfóníutónleikar íþróttanna. Kannski að RÚV ætti að fá Þorstein J til að búa til þætti kringum sinfóníutónleikana næsta vetur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Sumarið okkar er svo stutt að sektarkenndin er innbyggt í það. „Jæja!" heyrist kvakað úr hverjum mó meðan fuglarnir flögra um með dugnaðarfasi og litlu blómin kalla með augun á stilkum: „sjáið mig! sjáið mig!" en milli þeirra skjögra dauðadrukknar flugur eða lenda í vefnum á djúpvitrum köngulónum sem starfa í hverju horni. Sjórinn spegilsléttur, golan gælandi við mjúkt hörundið, iðandi kyrrðin, ilmurinn af jörðinni þar sem lúpínan hefur ekki fengið að tortíma hinu lágkynja lyngi og blóðbergi... sumarið logar frá einni stund til annarrar, svo stutt, og manni finnst maður eigi að lifa hverja mínútu því það koma aldrei kvöld, náttleysan ríkir, morgunninn nær til fimm á daginn og dagarnir ná til fimm á morgnana... og sumarið logar: „Kom fyll þitt glas..." Þetta er alveg satt: það er mjög óeðlileg iðja að sitja alla daga og horfa á knattspyrnu algerlega óvandabundinna manna. SagnabálkurÞað er svo passíft. Okkur er ætlað að djöflast sjálfum, líkami okkar er til þess gerður, og sú iðja að horfa á aðra gera það fyrir sig (og úða í sig snakki og svolgra bjór á meðan) er í raun og veru einhvers konar óeðli.En... Að fylgjast með heimsmeistaramótinu í fótbolta er dálítið eins og að detta í að lesa þykkan og skemmtilegan sagnaflokk á borð við Íslendingasögurnar eða bækur Simenons eða Rex Stout. Þetta er einn sagnaheimur með ótal sögum, en engu að síður vel afmarkaður með takmörkuðu persónugalleríi. Allar eru sögurnar byggðar nokkurn veginn eins en þó er í þeim akkúrat hæfilegur sveigjanleiki fyrir óvænta atburði. Þetta eru sögur með upphafi, miðju, dramatískum hápunkti og endi. Í þeim eru skýr átök. Þar eru hetjur og skúrkar, ósýnilegir dugnaðarforkar, ofsýnilegir dramaprinsar, þar eru tragedíur og gleðileikir, mannlegir lestir og ómæld sæmd, klókindi, slóttugheit, ráðvendni, staðfesta, óskráðar reglur um drengskap. Þetta eru dæmisögur um mannlegt atferli og mannlegt samfélag.Þessar sögur lúta sömu grundvallarlögmálum, reglur eru skýrar en þó hægt að velta vöngum um túlkun þeirra, atburðir ráðast af svipuðum aðstæðum, svipaðir karakterar leika lykilhlutverk frá sögu til sögu - sömu náungarnir skjóta jafnvel upp kollinum í ólíkum sögum. Þótt sögð sé sífellt ný og ný saga líkist hver þeirra öllum hinum ósegjanlega.Þetta er alltaf eins. Hlaup í mönnum. Óðagotið. Aukaspyrnurnar hátt yfir markið. Vúvuselabuldrið. Tæklingarnar. Feilsendingarnar. Þjálfarar með ygglibrún. Athugasemdir lýsendanna um að liðið verði að fara að sækja upp kantana ef það ætli að komast eitthvað áleiðis gegn hinni sterku vörn andstæðingsins. Þorsteinn J með vitringana þrjá á eftir. Og leikurinn á sextíu sekúndum.Meira að segja mörkin sem koma svo skyndilega og eins og undantekningar frá reglunni því þessi leikur virðist fremur ganga út á að láta menn ekki skora en að leyfa þúsund mörkum að blómstra. Nautnin af því kunnuglegaNautn neytandans felst einmitt í þessu: þetta er alltaf eins.Umberto Eco kenndi þessa nautn við déjà vu í grein sem hann skrifaði um sakamálasögur og þá ráðgátu hvers vegna við lesum slíkar sögur aftur og aftur þótt þær séu alltaf eins. Okkur finnst eftirsóknarverð lestrarreynsla að hitta fyrir nákvæmlega eins fólk við nákvæmlega eins kringumstæður og upplifa nákvæmlega eins spennu; hið óvænta verður nákvæmlega eins alltaf. Hið óvænta er þekkt stærð.En til að hafa nautn af því kunnuglega þarf að þekkja það. Það þarf að vera læs á leikinn. Þess vegna er það líka afmarkaður hópur sem hefur ánægju af því að fylgjast með þessum mótum. Það er lærð hegðun að horfa á fótbolta, svolítið í ætt við að venja sig á að hlusta á langar sinfóníur. Eins og þær eru fótboltaleikir hægir og lygnir á ytra borði og virðast tíðindalausir en fyrir hið þjálfaða eyra - eða auga - er ótal margt sem gleður. Til þess eru lýsendurnir og vitringarnir þrír á eftir - að benda okkur á þá snilld sem blasir alls ekki við, útskýra fyrir okkur "verkið" og lögmál þess. Þeir eru eins og tónlistargagnrýnendur.Í þeim skilningi eru fótboltaleikir eins og sinfóníutónleikar íþróttanna. Kannski að RÚV ætti að fá Þorstein J til að búa til þætti kringum sinfóníutónleikana næsta vetur?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun