Skynsamleg nýting auðlinda Ólafur Stephensen skrifar 17. júlí 2010 06:15 Full ástæða er til að því sé haldið til haga þegar stjórnmálamenn taka skynsamlegar ákvarðanir. Sérstaklega ef þeir gera almennt ekki mjög mikið af slíku. Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra tók rétta ákvörðun í gær, þegar hann lét ekki undan þrýstingi hagsmunahópa um að auka þorskaflann umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Jón hélt sig við ráð vísindamannanna og innan nýtingarstefnu og aflareglu ríkisstjórnarinnar og stuðlar þar með að skynsamlegri nýtingu sjávarauðlindarinnar til lengri tíma litið. Það hefði verið ábyrgðarleysi að láta undan og auka kvótann. Ráðherrann ætlar nú að setja á laggirnar „samráðsvettvang" stjórnvalda og hagsmunaaðila um nýtingarstefnu þorsks, sem meðal annars á að fara yfir aflaregluna og meta hvort ástæða sé til að leggja til breytingu á henni með tilliti til breyttra aðstæðna og sterkari stöðu stofnsins. Þetta er vinna, sem sjálfsagt er að fara í. Niðurstaðan má samt ekki verða önnur en sú, að áfram verði farið að ráðum vísindamanna um skynsamlega langtímanýtingu stofnsins, en ekki látið undan skammtímasjónarmiðum. Það er traustvekjandi að ráðherrann ætlar að hafa samráð við Alþjóðahafrannsóknaráðið, verði ákveðið að gera einhverja breytingu. Þaðan hafa yfirleitt komið skynsamleg ráð, sem hvorki taka tillit til sérhagsmuna né skammtímasjónarmiða. Þótt Jón Bjarnason standi sig hvað þorskinn varðar, kaupir hann sér að einhverju leyti frið með því að fara fram úr því sem Hafró ráðleggur þegar hann ákveður afla í ýsu og ufsa, annað árið í röð. þetta hafa sjávarútvegsráðherrar gert áður, væntanlega í trausti þess að um minni hagsmuni væri að ræða í þessum tegundum ef illa færi. Æfingar af þessu tagi geta menn þó ekki stundað til langframa, enda viðurkennir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í tilkynningu sinni í gær að fara verði mjög varlega í veiðar á ýsu á næstu árum og frekari samdráttur í afla sé óhjákvæmilegur. Fram kom þegar ákvörðun ráðherra var kynnt í gær að áformað væri að móta nýtingarstefnu fyrir fleiri tegundir en þorskinn og eru ýsa og ufsi þar efst á blaði. Það er augljóslega tímabært og stuðlar vonandi að því að þessir stofnar verði ekki notaðir sem skiptimynt í framtíðinni þegar standa þarf vörð um skynsamlega nýtingu þorskstofnsins. Mat Jóns Bjarnasonar er að mikilvægt sé að ýtarleg kynning og umræða fari fram áður en mótuð sé nýtingarstefna fyrir einstakar tegundir til langs tíma. Hafrannsóknastofnunin þurfi að efla mjög kynningu á starfi sínu gagnvart sjómönnum, útgerðinni, fiskvinnslunni og almenningi. Þetta er rétt athugað hjá ráðherranum. Hafró þarf að vera duglegri að skýra fræði sín fyrir þeim, sem eiga hagsmuna að gæta. Þannig er líklegt að breiðari samstaða myndist um skynsamlega auðlindanýtingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Full ástæða er til að því sé haldið til haga þegar stjórnmálamenn taka skynsamlegar ákvarðanir. Sérstaklega ef þeir gera almennt ekki mjög mikið af slíku. Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra tók rétta ákvörðun í gær, þegar hann lét ekki undan þrýstingi hagsmunahópa um að auka þorskaflann umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Jón hélt sig við ráð vísindamannanna og innan nýtingarstefnu og aflareglu ríkisstjórnarinnar og stuðlar þar með að skynsamlegri nýtingu sjávarauðlindarinnar til lengri tíma litið. Það hefði verið ábyrgðarleysi að láta undan og auka kvótann. Ráðherrann ætlar nú að setja á laggirnar „samráðsvettvang" stjórnvalda og hagsmunaaðila um nýtingarstefnu þorsks, sem meðal annars á að fara yfir aflaregluna og meta hvort ástæða sé til að leggja til breytingu á henni með tilliti til breyttra aðstæðna og sterkari stöðu stofnsins. Þetta er vinna, sem sjálfsagt er að fara í. Niðurstaðan má samt ekki verða önnur en sú, að áfram verði farið að ráðum vísindamanna um skynsamlega langtímanýtingu stofnsins, en ekki látið undan skammtímasjónarmiðum. Það er traustvekjandi að ráðherrann ætlar að hafa samráð við Alþjóðahafrannsóknaráðið, verði ákveðið að gera einhverja breytingu. Þaðan hafa yfirleitt komið skynsamleg ráð, sem hvorki taka tillit til sérhagsmuna né skammtímasjónarmiða. Þótt Jón Bjarnason standi sig hvað þorskinn varðar, kaupir hann sér að einhverju leyti frið með því að fara fram úr því sem Hafró ráðleggur þegar hann ákveður afla í ýsu og ufsa, annað árið í röð. þetta hafa sjávarútvegsráðherrar gert áður, væntanlega í trausti þess að um minni hagsmuni væri að ræða í þessum tegundum ef illa færi. Æfingar af þessu tagi geta menn þó ekki stundað til langframa, enda viðurkennir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í tilkynningu sinni í gær að fara verði mjög varlega í veiðar á ýsu á næstu árum og frekari samdráttur í afla sé óhjákvæmilegur. Fram kom þegar ákvörðun ráðherra var kynnt í gær að áformað væri að móta nýtingarstefnu fyrir fleiri tegundir en þorskinn og eru ýsa og ufsi þar efst á blaði. Það er augljóslega tímabært og stuðlar vonandi að því að þessir stofnar verði ekki notaðir sem skiptimynt í framtíðinni þegar standa þarf vörð um skynsamlega nýtingu þorskstofnsins. Mat Jóns Bjarnasonar er að mikilvægt sé að ýtarleg kynning og umræða fari fram áður en mótuð sé nýtingarstefna fyrir einstakar tegundir til langs tíma. Hafrannsóknastofnunin þurfi að efla mjög kynningu á starfi sínu gagnvart sjómönnum, útgerðinni, fiskvinnslunni og almenningi. Þetta er rétt athugað hjá ráðherranum. Hafró þarf að vera duglegri að skýra fræði sín fyrir þeim, sem eiga hagsmuna að gæta. Þannig er líklegt að breiðari samstaða myndist um skynsamlega auðlindanýtingu.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun