Líftæknistóriðja Ólafur Stephensen skrifar 13. júlí 2010 07:00 Í laugardagsblaði Fréttablaðsins var rætt við Björn Lárus Örvar, forstjóra ORF líftækni. Hann sagði þar meðal annars að ORF gæti á skömmum tíma orðið stórfyrirtæki á íslenzkan mælikvarða. Starfsmönnum hefur á skömmum tíma fjölgað úr 20 í 40. Fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fjárfesta, sem hafa trú á því og hafa lagt því til hundruð milljóna króna, á sama tíma og önnur íslenzk fyrirtæki þurfa að hafa mikið fyrir að laða að sér erlenda fjárfesta. Áform fyrirtækisins eru óneitanlega stórbrotin og árangurinn til þessa sömuleiðis eftirtektarverður. ORF stefnir á stórfellda akuryrkju, þar sem erfðabreytt bygg verður ræktað til að framleiða ýmiss konar líftæknivörur. Þar á meðal eru snyrtivörur, sem þegar hafa öðlazt vinsældir, en jafnframt vörur sem geta stuðlað að byltingu í læknisfræði. Björn Örvar segir þannig frá því að fyrirtækið stefni að því að framleiða vaxtarþætti, sem nota megi til að rækta líffæri í menn utan líkama. „Þessu má líkja við að hægt sé að smíða varahluti í menn," segir Björn og nefnir að þvagblaðra hafi verið ræktuð utan líkama og jafnframt búnar til hjartalokur, vélinda og barki. Starfsemi fyrirtækis á borð við ORF getur þannig ekki eingöngu stuðlað að því að laða fjármagn til landsins og skapa vel borguð störf fyrir vel menntað fólk, heldur getur hún orðið til þess að mikið veikt fólk fái bót meina sinna og bætt lífsgæði bæði í okkar samfélagi og annars staðar. Svo einkennilegt sem það er, hefur starfsemi ORF líftækni mætt talsverðri andúð í afmörkuðum hópum hér á landi. Sumir hafa haft áhyggjur af útiræktun fyrirtækisins á erfðabreyttu byggi, þrátt fyrir að það sé yfirgnæfandi álit þeirra vísindamanna, sem til þekkja, að hættan á því að byggið hafi áhrif á aðrar lífverur sé hverfandi. Aðrir verða bara bláir í framan þegar þeir heyra orðið „erfðabreytt" og rökræðan stoðar þá lítið. Að afloknum miklum og ýtarlegum umræðum og kynningu fékk fyrirtækið í fyrra leyfi til slíkrar útiræktunar á byggi. Þá brá svo við að öfgahópur eyðilagði uppskeruna í skjóli nætur. Leyfi ORF til akurræktar var kært til umhverfisráðherra og fyrirtækið bíður nú eftir úrskurði Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra í málinu. Öll rök hníga að því að ORF haldi leyfinu. Fyrir því eru bæði lagalegar forsendur og vísindalegar. Hins vegar hræða sporin hjá ráðherrum vinstri grænna. Þegar um er að ræða atvinnustarfsemi, sem getur skapað mörg störf og stuðlað að því að koma Íslandi á ný út úr kreppunni, virðast þeir á stundum leggja sig í framkróka við að tefja fyrir ef einhverjir hópar í baklandi flokksins eru á móti viðkomandi starfsemi. Ef Svandís Svavarsdóttir og samráðherrar hennar meina hins vegar eitthvað með talinu um að hátækni- og sprotafyrirtæki séu framtíðin í íslenzku atvinnulífi, ættu þau að greiða götu ORF líftækni. Fyrirtæki af þessu tagi geta orðið hryggjarstykkið í endurreisninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Í laugardagsblaði Fréttablaðsins var rætt við Björn Lárus Örvar, forstjóra ORF líftækni. Hann sagði þar meðal annars að ORF gæti á skömmum tíma orðið stórfyrirtæki á íslenzkan mælikvarða. Starfsmönnum hefur á skömmum tíma fjölgað úr 20 í 40. Fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fjárfesta, sem hafa trú á því og hafa lagt því til hundruð milljóna króna, á sama tíma og önnur íslenzk fyrirtæki þurfa að hafa mikið fyrir að laða að sér erlenda fjárfesta. Áform fyrirtækisins eru óneitanlega stórbrotin og árangurinn til þessa sömuleiðis eftirtektarverður. ORF stefnir á stórfellda akuryrkju, þar sem erfðabreytt bygg verður ræktað til að framleiða ýmiss konar líftæknivörur. Þar á meðal eru snyrtivörur, sem þegar hafa öðlazt vinsældir, en jafnframt vörur sem geta stuðlað að byltingu í læknisfræði. Björn Örvar segir þannig frá því að fyrirtækið stefni að því að framleiða vaxtarþætti, sem nota megi til að rækta líffæri í menn utan líkama. „Þessu má líkja við að hægt sé að smíða varahluti í menn," segir Björn og nefnir að þvagblaðra hafi verið ræktuð utan líkama og jafnframt búnar til hjartalokur, vélinda og barki. Starfsemi fyrirtækis á borð við ORF getur þannig ekki eingöngu stuðlað að því að laða fjármagn til landsins og skapa vel borguð störf fyrir vel menntað fólk, heldur getur hún orðið til þess að mikið veikt fólk fái bót meina sinna og bætt lífsgæði bæði í okkar samfélagi og annars staðar. Svo einkennilegt sem það er, hefur starfsemi ORF líftækni mætt talsverðri andúð í afmörkuðum hópum hér á landi. Sumir hafa haft áhyggjur af útiræktun fyrirtækisins á erfðabreyttu byggi, þrátt fyrir að það sé yfirgnæfandi álit þeirra vísindamanna, sem til þekkja, að hættan á því að byggið hafi áhrif á aðrar lífverur sé hverfandi. Aðrir verða bara bláir í framan þegar þeir heyra orðið „erfðabreytt" og rökræðan stoðar þá lítið. Að afloknum miklum og ýtarlegum umræðum og kynningu fékk fyrirtækið í fyrra leyfi til slíkrar útiræktunar á byggi. Þá brá svo við að öfgahópur eyðilagði uppskeruna í skjóli nætur. Leyfi ORF til akurræktar var kært til umhverfisráðherra og fyrirtækið bíður nú eftir úrskurði Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra í málinu. Öll rök hníga að því að ORF haldi leyfinu. Fyrir því eru bæði lagalegar forsendur og vísindalegar. Hins vegar hræða sporin hjá ráðherrum vinstri grænna. Þegar um er að ræða atvinnustarfsemi, sem getur skapað mörg störf og stuðlað að því að koma Íslandi á ný út úr kreppunni, virðast þeir á stundum leggja sig í framkróka við að tefja fyrir ef einhverjir hópar í baklandi flokksins eru á móti viðkomandi starfsemi. Ef Svandís Svavarsdóttir og samráðherrar hennar meina hins vegar eitthvað með talinu um að hátækni- og sprotafyrirtæki séu framtíðin í íslenzku atvinnulífi, ættu þau að greiða götu ORF líftækni. Fyrirtæki af þessu tagi geta orðið hryggjarstykkið í endurreisninni.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun