Ber bleiku slaufuna með stolti 1. október 2010 11:00 Ragnheiður I. Margeirsdóttir, hönnuður bleiku slaufunnar 2010, Ágústa Erna Hilmarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Stefanía Guðmundsdóttir. MYNDIR/Hreinn Magnússon Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Í ár var í fyrsta sinn haldin samkeppni um hönnun bleiku slaufunnar og bar Ragnheiður I. Margeirsdóttir sigur úr býtum. Var slaufan afhjúpuð við athöfn í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra afhenti fyrstu slaufurnar þremur konum sem allar hafa barist við krabbamein. Þær heita Stefanía Guðmundsdóttir, Ágústa Erna Hilmarsdóttir og Guðný Kristrún Guðjónsdóttir. „Þær Stefanía, Ágústa Erna og Guðný Kristrún fá fyrstu slaufurnar því að í okkar augum eru þær hvunndagshetjur, venjulegar konur sem þurfa að horfast í augu við erfiðan sjúkdóm," sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra við athöfnina. „Þær eru á ólíkum aldri og berjast við ólík krabbamein en eiga það sameiginlegt að sýna mikið hugrekki og dugnað í að sinna málum er varða þá sem greinast með krabbamein." Hann þakkaði Krabbameinsfélaginu fyrir ötula baráttu í gegnum tíðina. Enn mætti þó gera betur og hvatti hann alla landsmenn til að kaupa bleiku slaufuna og kvaðst sjálfur myndi bera hana með stolti í október, til stuðnings góðu málefni. Á hverju ári velur Krabbameinsfélagið eitt hús á höfuðborgarsvæðinu til að lýsa upp í tilefni átaksins og var Menntaskólinn í Reykjavík baðaður bleiku ljósi í gær eins og myndirnar sýna einnig. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Lífið Tengdar fréttir Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband „Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina. 28. júní 2010 15:00 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur. Í ár var í fyrsta sinn haldin samkeppni um hönnun bleiku slaufunnar og bar Ragnheiður I. Margeirsdóttir sigur úr býtum. Var slaufan afhjúpuð við athöfn í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra afhenti fyrstu slaufurnar þremur konum sem allar hafa barist við krabbamein. Þær heita Stefanía Guðmundsdóttir, Ágústa Erna Hilmarsdóttir og Guðný Kristrún Guðjónsdóttir. „Þær Stefanía, Ágústa Erna og Guðný Kristrún fá fyrstu slaufurnar því að í okkar augum eru þær hvunndagshetjur, venjulegar konur sem þurfa að horfast í augu við erfiðan sjúkdóm," sagði Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra við athöfnina. „Þær eru á ólíkum aldri og berjast við ólík krabbamein en eiga það sameiginlegt að sýna mikið hugrekki og dugnað í að sinna málum er varða þá sem greinast með krabbamein." Hann þakkaði Krabbameinsfélaginu fyrir ötula baráttu í gegnum tíðina. Enn mætti þó gera betur og hvatti hann alla landsmenn til að kaupa bleiku slaufuna og kvaðst sjálfur myndi bera hana með stolti í október, til stuðnings góðu málefni. Á hverju ári velur Krabbameinsfélagið eitt hús á höfuðborgarsvæðinu til að lýsa upp í tilefni átaksins og var Menntaskólinn í Reykjavík baðaður bleiku ljósi í gær eins og myndirnar sýna einnig.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Lífið Tengdar fréttir Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband „Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina. 28. júní 2010 15:00 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Sigurvegari Bleiku slaufunnar 2010 - myndband „Þetta er alveg þvílíkt flott fjöður í hnappagatið," sagði Ragnheiður Ingibjörg Margeirsdóttir vöruhönnuður sem sigraði samkeppnina um Bleiku slaufuna 2010. Á áttunda tug tilllagna bárust í keppnina sem haldin er af Krabbameinsfélagi Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands, en samhliða tilkynningu á sigurvegara var efnt til sýningar á völdum tillögum sem bárust í keppnina. 28. júní 2010 15:00