Vettel fremstur á ráslínu 13. mars 2010 12:41 Fremstu menn á ráslínu. Massa, Vettel og Alonso. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira