Allt smellur hjá Bjartmari Trausti Júlíusson skrifar 2. nóvember 2010 11:22 Skrýtin veröld með Bjartmari og Bergrisunum. Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira