Norskar húfur nefndar eftir Sigur Rós 10. desember 2010 12:00 Halldór Helgason var með Hoppipolla-húfu þegar hann vann til gullverðlauna á X-Games-mótinu í janúar. „Ég er mjög mikill aðdáandi Sigur Rósar og Jóns og nafnið er augljóslega vísun í lag hljómsveitarinnar,“ segir Petter Foshaug, stofnandi norska húfuframleiðandans Hoppipolla Headwear. Fyrirtækið var stofnað á árinu og er nefnt eftir lagi Sigur Rósar Hoppípolla af plötunni Takk.... sem kom út árið 2005. Lagið er eitt allra útbreiddasta lag hljómsveitarinnar og hefur verið notað í fjölmörgum auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndastiklum. Lagið var til að mynda í stiklu Óskarsverðlaunamyndarinnar Slumdog Millionaire og í auglýsingum þátta David Attenborough, Planet Earth. Loks heyrðist lagið í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um björgun námuverkamannanna í Síle. Petter Foshaug er mikill Íslandsvinur og hefur sjö sinnum heimsótt landið. Brettakappinn Halldór Helgason kom Hoppipolla-húfunum rækilega á framfæri þegar hann var með eina á hausnum þegar hann vann til gullverðlauna í háloftaflokki bandaríska X-Games mótsins í janúar, sem er eitt stærsta mót sinnar tegundar í heiminum. „Vinsældir Halldórs hafa hjálpað mikið og við höfum verið á meðal mest seldu húfanna í flestum búðanna sem við dreifum í,“ segir Foshaug, en húfunum er dreift víða um Evrópu og alla leið til Kóreu. En nú eru strákarnir í Sigur Rós þekktir fyrir ást sína á lopahúfum, hafa þeir fengið sendar Hoppipolla-húfur? „Við erum komnir með dreifingaraðila á Íslandi og þeir ætluðu að kanna hvort það væri hægt að fá meðlimi Sigur Rósar til að nota húfurnar,“ segir Petter Foshaug. Íslandsvinir Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Ég er mjög mikill aðdáandi Sigur Rósar og Jóns og nafnið er augljóslega vísun í lag hljómsveitarinnar,“ segir Petter Foshaug, stofnandi norska húfuframleiðandans Hoppipolla Headwear. Fyrirtækið var stofnað á árinu og er nefnt eftir lagi Sigur Rósar Hoppípolla af plötunni Takk.... sem kom út árið 2005. Lagið er eitt allra útbreiddasta lag hljómsveitarinnar og hefur verið notað í fjölmörgum auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndastiklum. Lagið var til að mynda í stiklu Óskarsverðlaunamyndarinnar Slumdog Millionaire og í auglýsingum þátta David Attenborough, Planet Earth. Loks heyrðist lagið í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um björgun námuverkamannanna í Síle. Petter Foshaug er mikill Íslandsvinur og hefur sjö sinnum heimsótt landið. Brettakappinn Halldór Helgason kom Hoppipolla-húfunum rækilega á framfæri þegar hann var með eina á hausnum þegar hann vann til gullverðlauna í háloftaflokki bandaríska X-Games mótsins í janúar, sem er eitt stærsta mót sinnar tegundar í heiminum. „Vinsældir Halldórs hafa hjálpað mikið og við höfum verið á meðal mest seldu húfanna í flestum búðanna sem við dreifum í,“ segir Foshaug, en húfunum er dreift víða um Evrópu og alla leið til Kóreu. En nú eru strákarnir í Sigur Rós þekktir fyrir ást sína á lopahúfum, hafa þeir fengið sendar Hoppipolla-húfur? „Við erum komnir með dreifingaraðila á Íslandi og þeir ætluðu að kanna hvort það væri hægt að fá meðlimi Sigur Rósar til að nota húfurnar,“ segir Petter Foshaug.
Íslandsvinir Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira