Friðrik Ragnarsson hefur ákveðið að hætta þjálfun Grindavíkur í körfuboltanum. Samningur hans er runninn út en stjórn félagsins vildi halda honum í starfi.
„Friðrik er að mati stjórninnar einn hæfasti þjálfari landsins og þótt titlarnir hafi látið á sér standa vorum við oft á tíðum ansi nærri þeim og spiluðum skemmtilegan körfubolta," segir á heimasíðu Grindvíkinga.
Friðrik sagði í samtali við vefsíðuna karfan.is: „Ég er alveg sallarólegur, ef eitthvað spennandi kemur á borðið þá skoða ég það, ef ekki þá slaka ég bara á og hleð rafhlöðurnar."