Morðið á Gunnari leigubílstjóra verður að kvikmynd Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 28. september 2010 08:30 Gunnar Sigurður Tryggvason leigubílstjóri var myrtur í Reykjavík árið 1968. Morðið vakti mikinn óhug og er eitt örfárra sem ekki hefur enn verið upplýst. „Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu," segir Lars Emil Árnason handritshöfundur. Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verður gerð eftir handriti Lars sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þorsteins B. Einarssonar, „Morðið á Laugalæk", sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars segist muna vel eftir allri umfjölluninni á sínum tíma um morðið sem telst einstakt í íslenskri samtímasögu en það er, enn þann dag í dag, óupplýst þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu. „Ég man sérstaklega eftir því þegar maðurinn sem hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins var sýknaður árið 1971," segir Lars og bætir því við að það hafi alltaf blundað í honum að gera mynd um þetta mál. „Svo kom Júlíus bara með bókina hans Þorsteins til mín fyrir þremur árum og þá fóru hjólin að snúast," útskýrir Lars. Ekki er enn búið að ákveða hvenær farið verði í tökur á myndinni en ráðgert er að hún verði frumsýnd 2012.Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hyggjast framleiða kvikmyndina eftir handriti Lars Emils Árnasonar.Lars segir þetta eiga að vera svokallaða períódu-mynd, hún hefjist haustið 1967 og ljúki 1971 en Lars mun sjálfur leikstýra myndinni. Lars hefur viðað að sér efni alls staðar að og hann minnir á að það hafi enginn verið dæmdur í þessu máli. „Hvort ég er að fara að upplýsa það verður bara að koma í ljós, ég vann eftir ákveðnum tilgátum sem birtust í bókinni hans Þorsteins og vann þetta í góðu samstarfi við hann." Lars bætir því við að handritið sé enn opið. „Það er ekki búið að loka því og ef einhver er með upplýsingar um málið er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@kisi.is. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu," segir Lars Emil Árnason handritshöfundur. Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigubílstjóranum Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verður gerð eftir handriti Lars sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þorsteins B. Einarssonar, „Morðið á Laugalæk", sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars segist muna vel eftir allri umfjölluninni á sínum tíma um morðið sem telst einstakt í íslenskri samtímasögu en það er, enn þann dag í dag, óupplýst þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu. „Ég man sérstaklega eftir því þegar maðurinn sem hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins var sýknaður árið 1971," segir Lars og bætir því við að það hafi alltaf blundað í honum að gera mynd um þetta mál. „Svo kom Júlíus bara með bókina hans Þorsteins til mín fyrir þremur árum og þá fóru hjólin að snúast," útskýrir Lars. Ekki er enn búið að ákveða hvenær farið verði í tökur á myndinni en ráðgert er að hún verði frumsýnd 2012.Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hyggjast framleiða kvikmyndina eftir handriti Lars Emils Árnasonar.Lars segir þetta eiga að vera svokallaða períódu-mynd, hún hefjist haustið 1967 og ljúki 1971 en Lars mun sjálfur leikstýra myndinni. Lars hefur viðað að sér efni alls staðar að og hann minnir á að það hafi enginn verið dæmdur í þessu máli. „Hvort ég er að fara að upplýsa það verður bara að koma í ljós, ég vann eftir ákveðnum tilgátum sem birtust í bókinni hans Þorsteins og vann þetta í góðu samstarfi við hann." Lars bætir því við að handritið sé enn opið. „Það er ekki búið að loka því og ef einhver er með upplýsingar um málið er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@kisi.is.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira