Villeneuve vill stofna Formúlu 1 lið 19. júlí 2010 10:18 Jacques Villeneuve og Damon Hill sem báðir urðu meistarar með Williams fögnuðu 60 ára afmæli Formúlu 1 í Barein í byrjun ársins. Mynd: Getty Images Talið er að Formúlu 1 meistarinn frá 1997, Jacques Villeneuve hafi sett inn umsókn til FIA um að mæta með keppnislið á ráslínuna á næsta ári. Villeneuve varð meistari með Williams og reyndi að komast sem ökumaður á ráslínuna á þessu ári. Autosport.com greinir frá því að Villeneuve vilji mæta með lið á næsta ári, en þýska tímaritið Auto Motor und Sport greindi fyrst frá málinu. Í blaðinu segir að Flavio Briatore og Pat Symonds, sem voru áður hjá Renault séu hluti af dæminu. Villeneuve hefur staðfest formlega að hann sé að vinna að Formúlu 1 málum, en ekki nákvæmlega hverju. Ekki er ljóst samkvæmt fréttinni hvort hann hyggst keyra sjálfur, fái lið hans keppnisleyfi, en nokkrir aðilar hafa áhuga á að mæta með lið þar sem eitt pláss er laust fyrir lið 2011. Rick Gorne sem er umboðsmaður Villeneuve sagði á BBC Sport að Formúlu 1 sé möguleiki og þeir séu að vinna að verkefninu. Villeneuve hætti í Formúlu 1 á miðju árinu 2006, þegar hann ók með BMW Sauber. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Talið er að Formúlu 1 meistarinn frá 1997, Jacques Villeneuve hafi sett inn umsókn til FIA um að mæta með keppnislið á ráslínuna á næsta ári. Villeneuve varð meistari með Williams og reyndi að komast sem ökumaður á ráslínuna á þessu ári. Autosport.com greinir frá því að Villeneuve vilji mæta með lið á næsta ári, en þýska tímaritið Auto Motor und Sport greindi fyrst frá málinu. Í blaðinu segir að Flavio Briatore og Pat Symonds, sem voru áður hjá Renault séu hluti af dæminu. Villeneuve hefur staðfest formlega að hann sé að vinna að Formúlu 1 málum, en ekki nákvæmlega hverju. Ekki er ljóst samkvæmt fréttinni hvort hann hyggst keyra sjálfur, fái lið hans keppnisleyfi, en nokkrir aðilar hafa áhuga á að mæta með lið þar sem eitt pláss er laust fyrir lið 2011. Rick Gorne sem er umboðsmaður Villeneuve sagði á BBC Sport að Formúlu 1 sé möguleiki og þeir séu að vinna að verkefninu. Villeneuve hætti í Formúlu 1 á miðju árinu 2006, þegar hann ók með BMW Sauber.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira