Nick Heidfeld ráðinn í stað Pedro de la Rosa hjá Sauber 14. september 2010 12:45 Nick Heidfeld mætir aftur í Formúlu 1 með Sauber um aðra helgi. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira