Nick Heidfeld ráðinn í stað Pedro de la Rosa hjá Sauber 14. september 2010 12:45 Nick Heidfeld mætir aftur í Formúlu 1 með Sauber um aðra helgi. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira