Webber vann, en dramatík hjá Hamilton 9. maí 2010 15:18 Mark Webber fagnar sigri ía Barcelona brautinni á Spáni í dag. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber á Red Bull vann fimmta Formúlu 1 kappakstur ársins, sem fór fram á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Hann leiddi mótið frá upphafi til enda, en Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik þegar hvellsprakk á bíl hans í næst síðasta hring. Hann var þá í öðru sæti, en í stað hans steig heimamaðurinn Fernando Alonso á verðlaunapallinn í öðru sæti og Sebastian Vettel því þriðja. Webber leiddi mótið frá upphafi til enda eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum í gær. Vettel reyndi að ógna honum í upphafi, en varð ekkert ágengt. Hamilton náði að síga framúr Vettel í keppninni eftir að hafa ræst þriðji af stað, en varð svo fyrir óhappinu í lokin. Mikill og skemmtilegur slagur var oft í brautinni á milli Jenson Button og Michael Schumacher og hafði Schumacher betur, eftir nokkrar snarpar atlögur Buttons að honum, en Schumacher leiddi hann eftir brautinni. Button er með forystu í stigamótinu með 70 stig, eftir mótið í Barcelona, Alonso er með 67 og Vettel 60. Sjá nánar hér fyrir neðan: Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1h35:44.101 2. Alonso Ferrari + 24.065 3. Vettel Red Bull-Renault + 51.338 4. Schumacher Mercedes + 1:02.195 5. Button McLaren-Mercedes + 1:03.728 6. Massa Ferrari + 1:05.767 7. Sutil Force India-Mercedes + 1:12.941 8. Kubica Renault + 1:13.677 9. Barrichello Williams-Cosworth 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari Stigastaðan 1. Button 70 1. McLaren-Mercedes 119 2. Alonso 67 2. Ferrari 116 3. Vettel 60 3. Red Bull-Renault 113 4. Webber 53 4. Mercedes 72 5. Rosberg 50 5. Renault 50 6. Massa 49 6. Force India-Mercedes 24 7. Hamilton 49 7. Williams-Cosworth 8 8. Kubica 44 8. Toro Rosso-Ferrari 3 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber á Red Bull vann fimmta Formúlu 1 kappakstur ársins, sem fór fram á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Hann leiddi mótið frá upphafi til enda, en Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik þegar hvellsprakk á bíl hans í næst síðasta hring. Hann var þá í öðru sæti, en í stað hans steig heimamaðurinn Fernando Alonso á verðlaunapallinn í öðru sæti og Sebastian Vettel því þriðja. Webber leiddi mótið frá upphafi til enda eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum í gær. Vettel reyndi að ógna honum í upphafi, en varð ekkert ágengt. Hamilton náði að síga framúr Vettel í keppninni eftir að hafa ræst þriðji af stað, en varð svo fyrir óhappinu í lokin. Mikill og skemmtilegur slagur var oft í brautinni á milli Jenson Button og Michael Schumacher og hafði Schumacher betur, eftir nokkrar snarpar atlögur Buttons að honum, en Schumacher leiddi hann eftir brautinni. Button er með forystu í stigamótinu með 70 stig, eftir mótið í Barcelona, Alonso er með 67 og Vettel 60. Sjá nánar hér fyrir neðan: Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1h35:44.101 2. Alonso Ferrari + 24.065 3. Vettel Red Bull-Renault + 51.338 4. Schumacher Mercedes + 1:02.195 5. Button McLaren-Mercedes + 1:03.728 6. Massa Ferrari + 1:05.767 7. Sutil Force India-Mercedes + 1:12.941 8. Kubica Renault + 1:13.677 9. Barrichello Williams-Cosworth 10. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari Stigastaðan 1. Button 70 1. McLaren-Mercedes 119 2. Alonso 67 2. Ferrari 116 3. Vettel 60 3. Red Bull-Renault 113 4. Webber 53 4. Mercedes 72 5. Rosberg 50 5. Renault 50 6. Massa 49 6. Force India-Mercedes 24 7. Hamilton 49 7. Williams-Cosworth 8 8. Kubica 44 8. Toro Rosso-Ferrari 3
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira