Umfjöllun: Taugar Snæfells sterkari í Vesturbænum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2010 18:20 Mynd/Daníel Mynd/Daníel Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli