Umfjöllun: Mikilvægur sigur Keflvíkinga gegn KR Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2010 22:22 Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-91, á KR-ingum í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn en KR-ingar fengu nokkur tækifæri undir lokin til að stela sigrinum en það tókst ekki og því fór sem fór. Keflvíkingar höfðu aðeins unnið einn leik það sem af er tímabilsins og hafa valdið töluverðum vonbrigðum. KR-ingar eru aftur á móti með þrjá sigurleiki á bakinu og hafa sýnt fína takta í byrjun móts. Lazar Trifunovic, nýr leikmaður Keflvíkinga, var komin með leikheimild og tilbúin í slaginn og Valentino Maxwell var búin að jafna sig af meiðslum og einnig í liðinu. Það var því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir Keflvíkinga og ekkert annað kom til greina en sigur. KR-ingar eru ekki þekktir fyrir að koma rólegir í Toyota-höllina og því mátti búast við hörku leik í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust strax í 13-3 eftir nokkrar mínútur. Keflvíkingar voru greinilega virkilega vel stemmdir og mikil barátta einkenndi leik þeirra. KR-ingar voru aðeins skugginn af sjálfum sér og lítið virtist ganga upp hjá þeim. Staðan var 29-18 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti hófst rétt eins og sá fyrsti en Keflvíkingar héldu áfram að keyra á KR-inganna og náðu fljótlega 17 stiga forystu , 35-18. Gestirnir virtust þá hrökkva í gang og sóknarleikur þeirra fór að ganga mun betur. Hægt og rólega komst KR meira inn í leikinn og staðan í hálfleik var 53-45 og allt galopið. Þriðji fjórðungurinn fór fjörlega af stað og núna voru það gestirnir í KR sem voru að spila vel. Munurinn var lítill á liðunum nánast allan fjórðunginn og staðan 76-69 fyrir lokaleikhlutann. Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, lenti snemma í síðari hálfleiknum í villuvandræðum en hann lét mikið dæma á sig sóknarvillu og lék nánast ekkert í þriðja leikhlutanum. Loka fjórðungurinn var mjög svo spennandi og fá stig skyldu liðin að nánast allan leikhlutann. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum náðu KR-ingar að jafna leikinn 86-86. Heimamenn héldu engu að síður áfram sínum leik og náðu að innbyrða frábæran vinnusigur í lokin. Hörður Axel Vilhjálmsson var mikilvægur undir lokin á vítalínunni, en hann steig ekki feilspor á punktinum í fjórða leikhlutanum. Lazar Trifunovic var atkvæðamestur hjá Keflavík með 26 stig en maður leiksins var Marcus Walker, leikmaður KR-ingar en hann skoraði 28 stig. Keflvíkingar léku virkilega vel á köflum í leiknum og eru heldur betur mættir á þetta Íslandsmót.Keflavík - KR 95-91 (53-45) Keflavík: Lazar Trifunovic 26/ 10 fráköst/ 5 stoðsendingar, Valentino Maxwell 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6/3 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 6/4 fráköst. KR: Marcus Walker 28/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13/9 fráköst, Fannar Ólafsson 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/ 5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 9/4 fráköst, Skarphéðin Ingason 2, Ólafur Már Ægisson 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-91, á KR-ingum í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn en KR-ingar fengu nokkur tækifæri undir lokin til að stela sigrinum en það tókst ekki og því fór sem fór. Keflvíkingar höfðu aðeins unnið einn leik það sem af er tímabilsins og hafa valdið töluverðum vonbrigðum. KR-ingar eru aftur á móti með þrjá sigurleiki á bakinu og hafa sýnt fína takta í byrjun móts. Lazar Trifunovic, nýr leikmaður Keflvíkinga, var komin með leikheimild og tilbúin í slaginn og Valentino Maxwell var búin að jafna sig af meiðslum og einnig í liðinu. Það var því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir Keflvíkinga og ekkert annað kom til greina en sigur. KR-ingar eru ekki þekktir fyrir að koma rólegir í Toyota-höllina og því mátti búast við hörku leik í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust strax í 13-3 eftir nokkrar mínútur. Keflvíkingar voru greinilega virkilega vel stemmdir og mikil barátta einkenndi leik þeirra. KR-ingar voru aðeins skugginn af sjálfum sér og lítið virtist ganga upp hjá þeim. Staðan var 29-18 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti hófst rétt eins og sá fyrsti en Keflvíkingar héldu áfram að keyra á KR-inganna og náðu fljótlega 17 stiga forystu , 35-18. Gestirnir virtust þá hrökkva í gang og sóknarleikur þeirra fór að ganga mun betur. Hægt og rólega komst KR meira inn í leikinn og staðan í hálfleik var 53-45 og allt galopið. Þriðji fjórðungurinn fór fjörlega af stað og núna voru það gestirnir í KR sem voru að spila vel. Munurinn var lítill á liðunum nánast allan fjórðunginn og staðan 76-69 fyrir lokaleikhlutann. Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, lenti snemma í síðari hálfleiknum í villuvandræðum en hann lét mikið dæma á sig sóknarvillu og lék nánast ekkert í þriðja leikhlutanum. Loka fjórðungurinn var mjög svo spennandi og fá stig skyldu liðin að nánast allan leikhlutann. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum náðu KR-ingar að jafna leikinn 86-86. Heimamenn héldu engu að síður áfram sínum leik og náðu að innbyrða frábæran vinnusigur í lokin. Hörður Axel Vilhjálmsson var mikilvægur undir lokin á vítalínunni, en hann steig ekki feilspor á punktinum í fjórða leikhlutanum. Lazar Trifunovic var atkvæðamestur hjá Keflavík með 26 stig en maður leiksins var Marcus Walker, leikmaður KR-ingar en hann skoraði 28 stig. Keflvíkingar léku virkilega vel á köflum í leiknum og eru heldur betur mættir á þetta Íslandsmót.Keflavík - KR 95-91 (53-45) Keflavík: Lazar Trifunovic 26/ 10 fráköst/ 5 stoðsendingar, Valentino Maxwell 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6/3 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 6/4 fráköst. KR: Marcus Walker 28/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13/9 fráköst, Fannar Ólafsson 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/ 5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 9/4 fráköst, Skarphéðin Ingason 2, Ólafur Már Ægisson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira