Stjarna á mann Garðar Örn ÚIfarsson skrifar 8. desember 2010 00:01 Mynddiskurinn Með öngulinn í rassinum. Gunnar Helgason. Ásmundur Helgason. Mynddiskar Með öngulinn í rassinum Ásmundur og Gunnar Helgasynir Tvíburabræðurnir Ásmundur og Gunnar Helgasynir eru skemmtilegir og áhugasamir veiðimenn. Það skín í gegn á diskinum sem geymir þáttaröðina með Öngulinn í rassinum sem sýnd var á Skjá einum í fyrravor. Áður hefur Gunnar gert veiðidiskana Af hverju tekur laxinn og Svona tekur laxinn. Ragnheiður Thorsteinsson framleiðir alla diskana. Reynt er að gera margar skemmtilegar hugmyndir að veruleika í Með öngulinn í rassinum. Fastir liðir í hverjum hinna sex þátta eru til dæmis flugukastkeppni og spjall við þriggja manna öldungaráð. Meginþráðurinn í þáttunum er hins vegar keppni þeirra bræðra í að veiða flesta laxa. Fóru þeir nokkra túra í Laxá í Aðaldal, Vatnsdalsá og Langá sumarið 2009. Við blasir að veiðiefnið sem náðist í hús hefur ekki verið eins mikið að gæðum og að var stefnt í upphafi til að halda uppi sex þátta seríu. Fyrir veiðimenn virka þættirnir því útvatnaðir. Mikið af uppfyllingarefni megnar ekki að breiða yfir það þótt afþreying inn á milli sé stundum ágæt (hverjum datt eiginlega í hug að stangveiðimenn sérstaklega hafi áhuga á því að heyra ofan í spákerlingu heima í stofu?). Niðurstaða: Með öngulinn í rassinum stendur nokkuð að baki fyrri veiðimyndum Gunnars og Ragnheiðar þótt inn á milli leynist skemmtilegar tökur sem vísast eiga eftir að ylja víða í vetur. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Mynddiskar Með öngulinn í rassinum Ásmundur og Gunnar Helgasynir Tvíburabræðurnir Ásmundur og Gunnar Helgasynir eru skemmtilegir og áhugasamir veiðimenn. Það skín í gegn á diskinum sem geymir þáttaröðina með Öngulinn í rassinum sem sýnd var á Skjá einum í fyrravor. Áður hefur Gunnar gert veiðidiskana Af hverju tekur laxinn og Svona tekur laxinn. Ragnheiður Thorsteinsson framleiðir alla diskana. Reynt er að gera margar skemmtilegar hugmyndir að veruleika í Með öngulinn í rassinum. Fastir liðir í hverjum hinna sex þátta eru til dæmis flugukastkeppni og spjall við þriggja manna öldungaráð. Meginþráðurinn í þáttunum er hins vegar keppni þeirra bræðra í að veiða flesta laxa. Fóru þeir nokkra túra í Laxá í Aðaldal, Vatnsdalsá og Langá sumarið 2009. Við blasir að veiðiefnið sem náðist í hús hefur ekki verið eins mikið að gæðum og að var stefnt í upphafi til að halda uppi sex þátta seríu. Fyrir veiðimenn virka þættirnir því útvatnaðir. Mikið af uppfyllingarefni megnar ekki að breiða yfir það þótt afþreying inn á milli sé stundum ágæt (hverjum datt eiginlega í hug að stangveiðimenn sérstaklega hafi áhuga á því að heyra ofan í spákerlingu heima í stofu?). Niðurstaða: Með öngulinn í rassinum stendur nokkuð að baki fyrri veiðimyndum Gunnars og Ragnheiðar þótt inn á milli leynist skemmtilegar tökur sem vísast eiga eftir að ylja víða í vetur.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira