Plús eða mínus? Charlotte Böving skrifar 14. október 2010 06:00 Það er ekki óvenjulegt að í sambandi sem staðið hefur um nokkurt skeið dragi úr líkamlegri ástríðu með tímanum. Við tölum ekki mikið um það, vegna þess að það er víst mælikvarði á árangur að gera það oft. Einhvers staðar las ég að ástin væri ekki tilfinningar eða erótík, heldur stærðfræði! Sambönd fara af stað með dásamlegt flæði af plúsum, en smám saman tínast mínusarnir inn. Og ef mínusarnir verða plúsunum fleiri hættum við saman. Ástin er sem sagt reikningur sem þarf helst að koma út í plús. Þetta eru engin ný sannindi. Við vitum öll að við kjósum heldur plúsa en mínusa. En hvað er plús? Gáfaðir sálfræðingar segja að plús sé það sama og nánd. Að líkamleg og andleg nálægð og væntumþykja sé það sem við leitum að í maka. En með nándinni og væntumþykjunni verðum við berskjölduð. Og því fylgir óttinn við að missa. Þegar við óttumst að missa lokum við fyrir heiðarleikann. Sérstaklega þann heiðarleika sem felur í sér mínusa og getur þar af leiðandi sært makann. Jafnvel hrakið hann/hana frá okkur. Eða við lokum á heiðarleika og einlægni makans, vegna þess að við viljum ekki heyra af mínusum okkar. Til þess að komast hjá sárindum lokum við fyrir trúnaðinn. En þegar við þorum ekki að deila hugsunum og tilfinningum, líka þeim neikvæðu, hvert með öðru, útilokum við nándina. Jafnvel þótt hún sé það sem við þráum mest. Sálfræðingar segja að skortur á heiðarleika valdi sjálfsagt ákveðinni fjarlægð, en á móti verði sambandið oftar í jafnvægi og án stórra tilfinningasveiflna. Það þýðir líka að ástríða og þrá víkja fyrir kurteislegum samskiptum, sem einkennast jafnvel bæði af ást og tillitsemi. Ef blása á lífi í ástríðuhita verðum við hins vegar að þora að deila okkar innstu hugsunum og tilfinningum á opinn og kærleiksríkan hátt. Það getur sært, en við getum líka valið að vaxa. Plús eða mínus… við þurfum bæði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Það er ekki óvenjulegt að í sambandi sem staðið hefur um nokkurt skeið dragi úr líkamlegri ástríðu með tímanum. Við tölum ekki mikið um það, vegna þess að það er víst mælikvarði á árangur að gera það oft. Einhvers staðar las ég að ástin væri ekki tilfinningar eða erótík, heldur stærðfræði! Sambönd fara af stað með dásamlegt flæði af plúsum, en smám saman tínast mínusarnir inn. Og ef mínusarnir verða plúsunum fleiri hættum við saman. Ástin er sem sagt reikningur sem þarf helst að koma út í plús. Þetta eru engin ný sannindi. Við vitum öll að við kjósum heldur plúsa en mínusa. En hvað er plús? Gáfaðir sálfræðingar segja að plús sé það sama og nánd. Að líkamleg og andleg nálægð og væntumþykja sé það sem við leitum að í maka. En með nándinni og væntumþykjunni verðum við berskjölduð. Og því fylgir óttinn við að missa. Þegar við óttumst að missa lokum við fyrir heiðarleikann. Sérstaklega þann heiðarleika sem felur í sér mínusa og getur þar af leiðandi sært makann. Jafnvel hrakið hann/hana frá okkur. Eða við lokum á heiðarleika og einlægni makans, vegna þess að við viljum ekki heyra af mínusum okkar. Til þess að komast hjá sárindum lokum við fyrir trúnaðinn. En þegar við þorum ekki að deila hugsunum og tilfinningum, líka þeim neikvæðu, hvert með öðru, útilokum við nándina. Jafnvel þótt hún sé það sem við þráum mest. Sálfræðingar segja að skortur á heiðarleika valdi sjálfsagt ákveðinni fjarlægð, en á móti verði sambandið oftar í jafnvægi og án stórra tilfinningasveiflna. Það þýðir líka að ástríða og þrá víkja fyrir kurteislegum samskiptum, sem einkennast jafnvel bæði af ást og tillitsemi. Ef blása á lífi í ástríðuhita verðum við hins vegar að þora að deila okkar innstu hugsunum og tilfinningum á opinn og kærleiksríkan hátt. Það getur sært, en við getum líka valið að vaxa. Plús eða mínus… við þurfum bæði!