Viðskipti erlent

Með yfir milljón á mánuði í norska olíuiðnaðinum

Starfsmenn í norska olíu- og gasiðnaðinum hafa nú að meðaltali 59.700 norskar kr. í mánaðarlaun eða rúmlega 1,1 milljón kr. Þetta eru föstu mánaðarlaunin án yfirvinnu.

Fjallað er um málið á vefsíðunni offshore.no. Þar segir að án bónusgreiðslna og óreglulegra liða eins og staðaruppbótar séu mánaðarlaunin 50.000 norskrar kr. eða rétt tæplega ein milljón kr. Þessi laun hafa hækkað um 2,9% frá því í fyrra.

Þeir sem starfa á olíuborpöllunum sjálfum eru með meðalmánaðarlaun, án yfirvinnu, upp á 51.400 norskar kr. Verkfræðingar og tæknimenn eru með laun upp á 56.700 norskar kr. og háskólamenntaðir yfirmenn eru með laun upp á 65.800 norskar kr.

Til samanburðar nefnir offshore.no að þeir sem vinna að jarðvegsborunum á landi í Noregi hafi að meðaltali 37.400 norskar kr. í mánaðarlaun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×